is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10439

Titill: 
 • Ill meðferð á börnum. Nýjar víddir og vaxandi margbreytileiki
 • Titill er á ensku Child maltreatment. New dimensions and increasing diversity
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ill meðferð á börnum er alheimsvandamál sem hefur alla tíð fylgt mannlífi og menningu. Þessi ritgerð er fræðileg úttekt á illri meðferð á börnum í margvíslegu samhengi. Eftirfarandi lykilhugtökum er gerð ítarleg skil: líkamlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, tilfinningaleg/sálræn ill meðferð og vanræksla.
  Markmið þessarar fræðilegu úttektar er að leita svara við þremur spurningum. Hefur heildarmynd misbeitingar gagnvart börnum breyst frá nútíma til samtíma? Hvaða nýjar skilgreiningar á illri meðferð á börnum hafa komið fram? Endurspeglast breytingarnar í íslenskri löggjöf er varðar börn?
  Ekkert einfalt svar er til við þessum spurningum. Almennt má þó segja að þessi fræðilega úttekt hafi leitt í ljós vaxandi margbreytileika illrar meðferðar á börnum. Fjölmargar nýjar skilgreiningar á illri meðferð hafa komið fram undanfarna áratugi. Eins og til dæmis: ofbeldi milli jafningja, börn sem verða vitni að ofbeldi, skipulögð misnotkun barna, ill meðferð barna á stofnunum og helgisiðaofbeldi. Það er mismunandi hvernig þessar nýju skilgreiningar endurspeglast í íslenskri löggjöf er varðar börn.
  Lykilorð: Ill meðferð á börnum, ofbeldi milli jafningja, börn sem verða vitni að ofbeldi, skipulögð misnotkun barna, ill meðferð barna á stofnunum, helgisiðaofbeldi.

 • Útdráttur er á ensku

  Child maltreatment is a global problem which has always been a part of daily life and culture. This thesis is a literature review of child maltreatment in various contexts. Following key concepts are thoroughly reviewed: physical abuse, sexual abuse, emotional/psychological maltreatment and neglect.
  The objective of this literature review is to answer three questions. Has there been a change in maltreatment of children in recent times? Which new definitions of child maltreatment have emerged? Are these changes being reflected in the Icelandic legislation concerning children?
  There is no simple answer to these questions. In general, this literature review has shown increasing diversity in child maltreatment. Numerous new definitions have emerged over the past decades. For example: peer violence, children who witness violence, organized exploitation, institutional child maltreatment and ritualistic abuse. It varies how these changes are being reflected in the Icelandic legislation concerning children.
  Key words: Child maltreatment, peer violence, children who witness violence, organized exploitation, institutional child maltreatment, ritualistic abuse.

Samþykkt: 
 • 4.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10439


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð Ill meðferð á börnum.pdf612.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna