is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10440

Titill: 
  • Vanefndaúrræði kaupanda vegna galla á fasteign. Til hvaða úrræða er hægt að grípa og gegn hverjum?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er 37. gr. laga um fasteignakaup nr. 40/2002 (hér eftir skammstöfuð fkpl.) skoðuð, en ákvæðið hefur að geyma þau vanefndaúrræði sem kaupandi getur gripið til vegna galla í fasteignakaupum. Að auki er farið yfir þann möguleika kaupanda að sækja skaðabætur til fasteignasala og byggingarstjóra vegna galla á fasteign. Í 2. kafla er farið yfir þá eiginleika sem fasteign þarf að hafa samkvæmt fkpl. sem og yfir ýmis atriði er varða efnið og nauðsynlegt er að skoða til skýringa. Farið er almennt yfir gallahugtakið, gallaþröskuldinn og fylgifé fasteigna samkvæmt fkpl. Jafnframt eru fyrirvarar seljanda skoðaðir, upplýsingagjöf samningsaðila við kaupsamningsgerðina og skoðun kaupanda á fasteign, bæði fyrir og eftir kaup. Að lokum er farið yfir þann rétt kaupanda til að beina kröfum sínum vegna galla að öðrum en seljanda og þær reglur er gilda um tilkynningu kaupanda til seljanda vegna vanefnda. Í 3. kafla er farið almennt yfir vanefndaúrræði kaupanda og ítarlega fjallað um þau hefðbundnu vanefndaúrræði sem fram koma í 37. gr. fkpl. Þessi úrræði eru: Krafa um úrbætur, krafa um afslátt, krafa um riftun, krafa um skaðabætur og hald á eigin greiðslu (stöðvunarréttur) en að auki er tímabundin synjun á viðtöku greiðslu skoðuð. Í 4. kafla er skaðabótaábyrgð sérfræðinga skoðuð. Slík ábyrgð hvílir á herðum fasteignasala og byggingarstjóra en ábyrgð þeirra tengist efni ritgerðarinnar þó að sú ábyrgð byggi á öðrum lögum en fkpl. Fasteignasölum og byggingarstjórum er gjarnan stefnt í sama máli og gegn seljanda ef ástæða þykir. Skaðabótaábyrgð þessara aðila er eitt af þeim úrræðum sem kaupandi getur skoðað til að rétta hlut sinn ef fasteign reynist gölluð. Ekki er ætlunin að fjalla með tæmandi hætti um sérfræðiábyrgð, heldur aðeins að því leyti er snýr að úrræðum kaupanda gallaðrar fasteignar. Í 5. kafla er svo leitast við að fara stuttlega yfir helstu kosti og galla þeirra vanefndaúrræða sem fjallað hefur verið um. Að auki er vikið að því hvaða vanefndaúrræðum kaupandi getur beitt samhliða og hvaða úrræðum verður ekki beitt samhliða.

Samþykkt: 
  • 5.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10440


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Davíð_Þór_Þorvaldsson_meginmál.pdf542.14 kBLokaðurMeginmálPDF
HI_kapa_logfreadi-NOTA1.pdf69.8 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna