is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10445

Titill: 
  • „Krist vil ek allrar ástar....“ Um eðli Hallfreðar sögu vandræðaskálds
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritsmíð þessari um Hallfreðar sögu vandræðaskálds reyni ég að umbylta viðteknum hug-myndum um söguna sem skálda- og ástarsögu og komast að því hvers konar saga þetta sé. Í þeirri tilraun styðst ég við það sem fræðimenn hafa helst ritað um söguna auk þess að vitna í textann sjálfan og tína til atriði úr sögu og menningu tólftu aldar og fyrr og úr upphafi þeirrar þrettándu.
    Niðurstaða mín er að þetta geti engan veginn kallast ástarsaga í hefðbundnum skilningi þess orðs og sýnist mér helst rétt að kalla Hallfreðar sögu þroskasögu enda virðist hún að mestu eða nær öllu leyti skálduð eins og Bjarni Einarsson komst að niðurstöðu um í Skáldasögum 1961. Þroski Hallfreðar er bæði trúarlegs og sálfræðilegs eðlis. Smátt og smátt hafnar hann heiðninni og gerist kristinn og jafnhliða vex hann frá því að vera svo smábarnalegur að halda að allur heimurinn snúist um sig í mann sem tekur ábyrgð á gerðum sínum og hefur þróað með sér samvisku og er þar af leiðandi þjakaður af sektarkennd og iðrun vegna fyrri afglapa.
    Það er vegna kynna Hallfreðar af Ólafi Tryggvasyni Noregskonungi sem hann kemst til einhvers þroska og sýnist mér sem túlka megi samband þeirra sem allegóríu þar sem Ólafur stendur fyrir Guð og fulltrúa hans á jörðu og himni (kirkjuna) en Hallfreður fyrir hinn almenna Íslending (söfnuðinn). Hallfreður unni konungi sínum mjög og er sagan að því leyti ástarsaga en ástin sýnist mér þó beinast fyrst og fremst að Kristi, gegnum Ólaf konung. Tel ég mig greina áhrif frá nýplatónisma, þá trú að það sem menn kalla veruleika sé aðeins blekking en að hinn raunverulegi heimur sé á himnum þar sem ríkir kærleiki Krists og friður.

Samþykkt: 
  • 5.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10445


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibjorg_Gisladottir.pdf535.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna