is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10447

Titill: 
 • Holdafar, þrek og lífsstíll 18 til 19 ára framhaldsskólanema
 • Titill er á ensku Body composition indicators, fitness and lifestyle of 18 to 19 year old Icelandic students
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Minnkandi kröfur um hreyfingu í daglegu lífi almennings síðustu áratugi hafa leitt til kyrrsetu og minna líkamlegs álags. Það hefur valdið áhyggjum manna um áhrif þess á líkamsástand og heilsu ungmenna. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna holdafar, þrek og lífsstíl 18 til 19 ára framhaldsskólanema á Íslandi. Rannsóknin náði til 1181 nemenda í 8 framhaldsskólum, í Reykjavík, Garðabæ og á Akureyri, sem fæddir voru 1987. Spurningalista um lífsstíl svöruðu 636 (54%). Af þeim völdust með tilviljunarúrtaki 149 til mælinga á líkamsfari (hæð, þyngd, ummál mittis og mjaðma auk húðfellinga á 4 stöðum). Hreyfimælar voru settir á 142 nemendur í 6 daga, 50% hreyfimælanna reyndust uppfylla kröfur um skráningu. Að síðustu var hámarksþrek mælt hjá 82 nemendum á þrekhjóli og gefið upp í W/kg.
  Meginniðurstöður: Kyrrseta (skjátími) pilta (n=261) utan skólatíma er 3,5 klst (+/3,15;) virka daga og 5,3 klst (+/3,41) um helgar. Kyrrseta stúlkna (n=357) er 3,23 klst (+/2,75) virka daga og 4,45 klst (+/2,57) um helgar. Fylgni er milli kyrrsetu irka daga og um helgar hjá báðum kynjum. Kyrrseta pilta er marktækt meiri en stúlkna, bæði virka daga og um helgar. Ferðamáti á einkabíl er algengur en 70,9% piltanna og 65,7% stúlknanna ferðast með einkabílum. Þátttaka í íþróttaæfingum eftir skóla er meiri meðal pilta en stúlkna, bæði með skólaliðum og íþróttafélögum. Daglega reykja 9,8% og 15,5% fikta við reykingar. Þau sem drekka áfengi reykja meira. Þau sem stunda íþróttir reykja minna. Námsárangur minnkar með aukinni áfengisnotkun og reykingum. Nemendur menntaskóla fá hærri einkunnir en nemendur áfangaskóla. LÞS (BMI) pilta var að meðaltali 23,1 kg/m2 (SD 2,7; n=61) (76,8kg/180 m2) og stúlkna 22,2 kg/m2 (SD 3,2; n=87) (60,2 kg/167 m2). Ummál mittis pilta var 78,16 sm (SD 7,97) og stúlkna 70,01 sm (SD 7,48) (t = 6,35;p<0,01). Þykkt húðfellinga hjá piltum mældist 42,3 sm (SD 17,54) og stúlkna 61,51 sm (SD 21,35) (t= 5,78; p<0,01). Meðalþrek (EO) pilta var 3,23 W/kg (SD 0,51; n=38) og stúlkna 2,76 W/kg (SD 0,42; n=44) (t=4,63; p<0,01). Ekki reyndist munur á hreyfingu milli pilta og stúlkna samkvæmt hreyfimælum.
  Helstu ályktanir eru að framhaldsskólanemar hreyfa sig of lítið í daglegu lífi til að vega upp á móti kyrrsetu sem er mjög ríkjandi lífsstíl þeirra. Þrek þeirra er frekar lítið sem ásamt lítilli heildarhreyfingu og lítilli ákefð svo sem íþróttaiðkun veldur áhyggjum af heilsu þeirra og áhættu gagnvart sjúkdómum tengdum kyrrsetu. Áfengisnotkun, reykingar og kyrrseta virðist tengjast og fylgjast að hjá sömu einstaklingunum sem skemmir fyrir árangri þeirra í námi. Íþróttaþátttaka leiðir til betri lífsstíls sem aftur leiðir til betri námsárangurs í skóla.

 • Útdráttur er á ensku

  The structure of the Western societies has changed in the last decades and has led to more inactivity and less physical activity. This has raised concerns about reduction in physical fitness and an increase in risks for health problems. The purpose of this study was to report the status and relations of body composition indicators, physical fitness and lifestyle of 18 year old students in Icelandic high schools and junior colleges. The study took place from February to May 2006. Students born in 1987 (n=1181) in eight schools were selected for lifestyle uestionnaire; 636 (54%) replied. Height and weight of 148 students were measured and BMI calculated (kg/m2). Skinfold thickness (mm) was taken at 4 sites on the body (1. biceps, 2. triceps, 3. sub scapular, and 4. suprailiac) along with waist circumference. Physical activity (PA) was assessed over 6 days with accelerometers. Of 145 students randomly selected for the measurements, 72 students (50%) provided valid data. Maximum energy output (EO) was measured via graded bicycle test in 82 (74,5%) of 110 randomly selected students from 3 schools.
  Main results: Sedentary lifestyle (screen time) after school was 3.5 (SD 3.2) hours on weekdays (WD) and 5.3 (SD 3.4) h on weekends (WE) for boys (n=261), and 3.2 (SD 2.8) h/WD and 4.5 (SD 2.6) h/WE for girls (n=357). Boys spend more time in sedentary behaviour than girls both WD and WE. Significant correlation was between screen time during WD and WE for both boys (r=0.66) and girls (r=0.54). Most boys (70.9%) and girls (65.7%) used a private car for transport. More of the boys (39.3%) than girls (20.3%) participated in organised sports and leisure sports after school. 9,8% of the students were daily smokers and 70% drank alcohol. Both boys and girls had positive correlation (r=0.42) between smoking and drinking. Lifestyle of inactivity (r = 0.14), smoking (r=0.21) and drinking (r = 0.12) was correlated with worse grades in school (p<0.01). Mean BMI for boys was 23.1 (SD 2.7) kg/m2 (n=61) and for girls 22.2 (SD 3.2) kg/m2 (n=87). Waist circumference for boys was 78.16 cm (SD 7.97) and girls 70.01 cm (SD 7.48) (t = 6.35;p<0.01). Skinfolds for boys was 42.3 cm (SD 17.54) and for girls 61.51 cm (SD 21.35) (t = 5.78; p<0.01). Average EO among boys was 3.23 (SD 0.51) W/kg (n=38) and among girls 2.76 (SD 0.42) W/kg (n=44). PA was not significantly different between boys and girls.
  Conclusions: The PA of most of these pupils is too little and the intensity is too low to affect maximum EO. Physical fitness is very low, which along with little PA, poses potential risk for health. Sport participation is linked to less smoking and drinking, which leads to better grades in school.

Samþykkt: 
 • 5.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10447


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kari_Jonsson.pdf286.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna