is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10448

Titill: 
  • Beiting úrræða til skipulagsbreytinga hjá fyrirtækjum án þess að þau hafi brotið gegn bannákvæðum samkeppnislaga. Um c-lið 1. mgr., sbr. 2. mgr. 16. gr. skl., með síðari breytingum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í samkeppnislöggjöf sumra ríkja er að finna víðtækar heimildir til að grípa til aðgerða gegn samkeppnishömlum sem ekki stafa af samruna eða broti fyrirtækja á bannreglum. Íslensk samkeppnislöggjöf hefur nú bæst í þann hóp. Þann 23. febrúar 2011 voru breytingalög nr. 14/2011 samþykkt. Með lögunum var Samkeppniseftirlitinu veittar víðtækar heimildir í c-lið 1. mgr. 16. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 til að grípa til aðgerða gegn aðstæðum eða háttsemi sem kemur í veg fyrir, takmarkar eða raskar samkeppni almenningi til tjóns. Í greininni segir að með aðstæðum sé meðal annars átt við atriði sem tengjast eiginleikum viðkomandi markaðar, þar með talið skipulag eða uppbyggingu fyrirtækja sem á honum starfa og að með háttsemi sé átt við hvers konar atferli, þar með talið athafnaleysi, sem á einhvern hátt hefur skaðleg áhrif á samkeppni á markaði þrátt fyrir að ekki sé brotið gegn bannákvæðum laganna. Í 2. mgr. 16. gr. segir meðal annars að aðgerðir Samkeppniseftirlitsins geti falið í sér hverjar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að efla samkeppni. Þar segir jafnframt að Samkeppniseftirlitið geti beitt nauðsynlegum úrræðum til breytinga á atferli og skipulagi vegna aðstæðna eða háttsemi sem um ræðir. Þó er einungis heimilt að beita úrræðum til breytingar á skipulagi ef sýnt þykir að ekki sé fyrir hendi árangursríkt úrræði til breytinga á atferli eða þar sem jafnárangursríkt úrræði til breytinga á atferli væri meira íþyngjandi fyrir hlutaðeigandi aðila en úrræði til breytingar á skipulagi.
    Meginmarkmið þessarar ritgerðar er tvíþætt. Í fyrsta lagi er markmið hennar að varpa ljósi á heimild Samkeppniseftirlitsins til að grípa til úrræða til skipulagsbreytinga án þess að fyrirtæki hafi gerst brotleg við samkeppnislög. Meginþungi þeirrar umfjöllunar er á heimild til að skipta upp fyrirtækjum. Þar sem slíkri uppskiptingarheimild hefur enn sem komið er ekki verið beitt eru sambærileg ákvæði í breskum, norskum og bandarískum samkeppnisrétti skoðuð og kannað hvort þau heimili uppskiptingu fyrirtækja og þá hvernig þeirri uppskiptingu hefur verið háttað. Í öðru lagi er markmið hennar að skoða hvort heimild til skipulagsbreytinga, einkum uppskipting, brjóti gegn ákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944.

Samþykkt: 
  • 5.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10448


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð í lögfræði.pdf725.45 kBLokaðurHeildartextiPDF