en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10456

Title: 
 • Title is in Icelandic Skattlagning úthlutaðs arðs skv. 3. málsl. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Á árunum 2009 og 2011 voru nokkrar breytingar gerðar á lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt (tsl.) er varða skattalega meðferð heimilaðs úthlutaðs arðs. Þær breytingar sem átt hafa sér stað felast að meginefni í því að skv. núgildandi lögum skal hjá þeim skattaðilum sem ber að reikna sér endurgjald skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. telja til tekna 50% af heimilum úthlutuðum arði samkvæmt lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög, að því marki sem heimil arðsúthlutun félagsins er samtals umfram 20% af skattalega bókfærðu eigin fé þess í árslok viðmiðunarárs og skattleggja í samræmi við 5. mgr. 66. gr. tsl. Þær tekjur mynda þó hvorki stofn til tryggingagjalds né lífeyrisiðgjalds né teljast þær til frádráttarbærs kostnaðar. Jafnframt felast umræddar breytingar m.a. í nánari skilgreiningu á því hver telst vera ráðandi aðili í lögaðila vegna eignar- eða stjórnunaraðildar, en skv. núgildandi ákvæði 2. málsl. 4. mgr. 58. gr. tsl. telst sá maður hafa ráðandi stöðu ef hann einn eða ásamt maka, börnum, foreldrum, systkinum eða öðrum nákomnum ættingjum á samtals 50% hlut eða meira í lögaðila enda eigi hver um sig a.m.k. 20% hlut í lögaðilanum. Samkvæmt 3. málsl. 4. mgr. 58. gr. tsl skal framangreint ákvæði 2. málsl. einnig gilda um starfandi hluthafa sem ekki eru tengdir fjölskylduböndum.
  Tilgangur ritgerðarinnar var að fjalla um framangreindar breytingar með það að leiðarljósi að kanna og leggja mat á það hvort líklegt sé að tilgangi lagasetningarinnar verði náð með núverandi lagaákvæðum og gera grein fyrir mögulegum áhrifum breytinganna miðað við gefnar forsendur.
  Upphaflega var breytingunni á 11. gr. tsl. ætlað að bregðast við því að greiddur væri verulegur arður úr félögum á sama tíma og launagreiðslum til ráðandi aðila væri haldið í lágmarki, en með því væri m.a. verið að skerða tekjur sveitarfélaga. Var tilgangurinn því að stemma stigu við misnotkun einkahlutafélagaformsins og styðja við reglur um reiknað endurgjald.
  Niðurstaða höfundar er sú að ætla má að skýrt ákvæði vanti í A-lið 7. gr. tsl. varðandi þann hluta heimilaðs úthlutaðs arðs sem telst vera laun og að leiða megi líkur að því að núverandi lagaákvæði séu ekki til þess fallin að ná tilgangi sínum hvað varðar að bæta sveitarfélögum upp þann tekjumissi sem ákvæði 3. málsl. 1. mgr. 11. gr. var ætlað að gera. Einnig er full þörf að mati höfundar á því að endurskoða orðalag ákvæðis 2. málsl. 4. mgr. 58. gr. tsl., sé tekið mið af tilgangi ákvæðisins m.t.t. reglna um reiknað endurgjald og þess hluta arðs sem telst vera laun.

Accepted: 
 • Jan 5, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10456


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Skattlagning_uthlutads_ards_rafraen_utgafa.pdf287.15 kBLockedHeildartextiPDF