is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10458

Titill: 
  • Gagnkvæmir samningar við gjaldþrotaskipti
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar að meginefni til um gagnkvæma samninga við gjaldþrotaskipti. Efnisskipan verður með þeim hætti að í kafla 2 verður gerð grein fyrir almennum grundvallarreglum og hugtökum gjaldþrotaskiptaréttar sem hér skipta máli. Þá verður í kafla 3 fjallað almennt um störf skiptastjóra. Í kafla 4 verður almennt gerð grein fyrir kröfum á hendur þrotabúi við gjaldþrotaskipti og fjallað um rétthæð krafna við gjaldþrotaskipti. Í kaflanum verður m.a. fjallað um svokallaðar búskröfur samkvæmt 3. mgr. 110. gr. gjaldþrotaskiptalaga nr. 21/1991 (hér eftir gþl.) en þær hafa mikla þýðingu við beitingu ákvæða XV. kafla gþl. um gagnkvæma samninga. Þegar reglum XV. kafla gþl. um gagnkvæma samninga er beitt getur þó einnig reynt á hvort krafa falli undir sértökukröfur samkvæmt 109. gr. gþl., ásamt því sem kröfur geta talist til almennra krafna samkvæmt 113. gr. gþl. Af þeim sökum þykir nauðsynlegt að fjalla almennt um rétthæð krafna með það að markmiði að varpa skýrara ljósi á þær heimildir sem XV. kafli gþl. hefur að geyma. Í kafla 5 hefst umfjöllun um gagnkvæma samninga við gjaldþrotaskipti og verður hugtakinu gagnkvæmt skuldarsamband gerð skil. Fjallað verður um heimild þrotabús til að ganga inn í gagnkvæmt samningssamband samkvæmt 91. gr. gþl. og taka þannig við réttindum og skyldum samkvæmt samningnum, ásamt því sem réttaráhrifum þessa verður lýst. Í kafla 6 verður farið yfir þau úrræði sem viðsemjandi hefur þegar bú skuldara er tekið til gjaldþrotaskipta. Þegar upp hefur verið kveðinn úrskurður um gjaldþrotaskipti hefur viðsemjandinn þau úrræði að hann getur í fyrsta lagi krafist efnda in natura. Viðsemjandinn getur einnig átt svokallaðan stöðvunarrétt auk þess sem hann getur krafist þess að þrotabúið setji tryggingu fyrir efndum kröfu sinnar. Þá getur viðsemjandinn öðlast rétt til þess að fá skilað til sín afhentri greiðslu, auk þess sem skaðabótaskylda kann að vera lögð á þrotabúið við tilteknar aðstæður. Loks getur viðsemjandinn átt rétt til þess að rifta samningnum. Í kafla 7 verður fjallað um uppsögn gagnkvæms samnings við gjaldþrotaskipti og m.a. farið sérstaklega yfir hversu langan uppsagnarfrest viðsemjandi öðlast þegar þrotabú segir upp samningi. Í kafla 8 verður tekið til umfjöllunar sérákvæði 97. gr. gþl. er varðar leigusamninga um atvinnuhúsnæði og stöðu slíkra samninga við gjaldþrotaskipti. Fjallað verður í kafla 9 um 98. gr. gþl. sem er sérákvæði um vinnusamninga. Að lokum verða í kafla 10 teknar saman niðurstöður ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 6.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10458


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Doris Ósk_ritgerð.pdf686.64 kBLokaðurHeildartextiPDF