is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10460

Titill: 
 • Hvað getum við gert? Hvað getum við orðið? Færninálgunin og félagslegt réttlæti
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Réttlætiskenning Johns Rawls er áhrifamesta réttlætiskenning samtímans. Í þessari rannsókn er sjónum beint að þeirri gagnrýni sem Martha C. Nussbaum og Amartya Sen hafa sett fram á kenningu Rawls. Þau halda því fram að þó að kenning Rawls geri að einhverju leyti ráð fyrir margbreytileika meðal manna, nái hún ekki á fullnægjandi hátt til jaðarhópa, eins og fatlaðra, eða þeirra borgara sem búa utan þróaðra, frjálslyndra lýðræðisríkja. Þau gagnrýna Rawls fyrir að leggja of þunga áherslu á kerfisbundna sanngirni og aðferðafræðilegan einfaldleika sem geri það að verkum að hann eigi í erfiðleikum með að gefa góða mynd af raunverulegri stöðu manna, einkum þeirra sem minna mega sín.
  Þannig telja Nussbaum og Sen að með því að beina athyglinni að frumgæðum gefi Rawls villandi mynd af því sem mestu skiptir til að fólk geti lifað mannsæmandi lífi. Ein ástæðan er sú að frumgæðin virðast oft einskorðast annars vegar við frelsisgæði og hins vegar við fjárhagsleg gæði. Önnur er sú að það er mjög misjafnt hversu auðveldlega einstaklingar geta breytt frumgæðum í raunveruleg lífsgæði. Erfiðleika Rawls má einnig að sumu leyti rekja til þeirra forsendna sem virðast innbyggðar í kenningu hans en þær forsendur má greina í mörgum þeirra kenninga sem telja má til sáttmálakenninga.
  Nussbaum og Sen hafa sett fram annan valkost sem þau nefna færninálgunina (e. capabilities approach). Færninálgunin snýst um þá mannlegu færni sem fólki er nauðsynleg til að geta lifað mannsæmandi lífi en ákveðna þætti slíkrar færni má telja nauðsynlega til að fólk geti orðið það sem það vill vera og gert það sem það vill gera.
  Í þessari rannsókn eru færð fyrir því rök að þau verkfæri sem höfundar færninálgunarinnar færa okkur í hendur séu mikilvæg til að greina sumt af því ranglæti sem við er að glíma í heiminum. Ennfremur að það grundvallarinnsæi sem liggur á bak við nálgunina — að tryggja eigi öllum borgurum tækifæri, frelsi og færni til að lifa því lífi sem þeir kjósa að lifa, í samræmi við hugmyndina um mannlega reisn — sé einnig mikilvægt. Þannig hafi Nussbaum og Sen smíðað nálgun sem býr yfir fræðilegum krafti en getur um leið nýst sem leiðarvísir, meðal annars í opinberri stefnumótun.

 • Útdráttur er á ensku

  John Rawls’ theory of justice is generally considered the most influential contemporary theory of its kind. In this thesis I will focus on the criticism it has received from Martha C. Nussbaum and Amartya Sen who maintain that, although Rawls’ theory in some ways accounts for the complexity among humans, it fails to account adequately for some individuals on the periphery, e.g. the disabled, or citizens that do not live in developed liberal democracies. Nussbaum and Sen criticize Rawls for putting too much emphasis on systematic fairness and procedural simplicity resulting in a failure to provide a clear picture of the real conditions of humans, in particular those that are least well-off.
  Thus, Nussbaum and Sen argue, by focusing on social primary goods Rawls gives a distorted view of what really matters for individuals to live lives worthy of human beings. One reason is that social primary goods often seem to be limited to liberties on the one hand, and income and wealth on the other. Another reason is that there exists a great variance between individuals as to how easily they can transform social primary goods into real quality of life. In addition to this, Nussbaum also believes that some of the problems with Rawls’ theory have their origin in presuppositions that seem to be built into his theory. However, such presuppositions can be found in many theories in the social contract tradition.
  Nussbaum and Sen have developed an alternative to Rawls’ theory, an alternative that they call the capabilities approach. This approach focuses on the aspects of human life that are necessary if an individual is going to be able to live fully human life worthy of dignity, so people can become what they want to become and do want they want to do.
  I argue that the proponents of the capabilities approach supply us with important instruments for analysis of the injustices that people face in this world. Furthermore, that the basic insight that underlies the approach – i.e. that every citizen should be secured opportunities, freedoms and capabilities to live a life of their choosing in accordance to the idea of human dignity – is equally important. The approach that Nussbaum and Sen have given us therefore has theoretical strength but can also be invaluable in public policy-making.

Samþykkt: 
 • 6.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10460


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnar Sigvaldason MA heimspeki.pdf600.41 kBLokaðurHeildartextiPDF