is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10463

Titill: 
  • Möguleikar og takmörk þýðinga. Þýðing á skáldsögu Andra Snæs Magnasonar LoveStar og ritgerð um möguleika og takmörk þýðinga
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er fylgigrein með þýðingu minni á skáldverki Andra Snæs Magnasonar LoveStar yfir á dönsku. Fyrst mun ég fjalla um tvö hugtök innan þýðingafræði, ‘jafngildi’ og ‘skopos’, en síðan í stuttu máli lýsa þýðingaferli, en hér hef ég notað bók Ástráðs Eysteinssonar, Tvímæli (1996), mér til stuðnings. Þar á eftir mun ég skoða þýðingarrýni og styðjast við kenningar Katherinu Reiss. Með Reiss í huga hef ég rýnt í þrjá texta, þýðingu Kims Lembek á Rokland (2007) og Brennu-Njálssögu (óútgefin), og þýska þýðingu á LoveStar, eftir Tinu Flecken sem út kom árið 2010. Í þýðingarrýni á þýðingu Tinu Flecken sýni ég líka fram á mín eigin þýðingavandamál og þýðingalausnir og ber saman við lausnir Fleckens. Að lokum mun ég lýsa þýðingaferli mínu og ýmsum þýðingavandamálum sem upp komu í vinnu minni við þýðinguna á LoveStar. Þar á eftir fylgir þýðing mín á LoveStar í heild sinni. Ég set fram þá spurningu hverjir séu möguleikar og takmörk kenninga um jafngildi og skopos innan þýðingarfræðinnar? Og hverjir eru möguleikar og takmarkanir þýðingarrýni? Ég hef samt ekki fundið endanleg svör við þessum spurningum en reyni að lýsa mismunandi viðhorfum til þeirra innan þýðingafræðinnar. Það er kannski ekki alltaf mikilvægast að finna svörin heldur frekar að muna eftir að spyrja og velta fyrir sér. Í annari ritgerð hefði mátt skoða ósýnileika þýðandans, samkvæmt kenningum Lawrences Venuti og fara nánar út í að útskýra jafngildiskenningu Eugenes Nida. Einnig hefði mátt rekja sögu þýðingarfræði nánar, og sýna fram á stöðu þýðinga innan bókmenntafræði eða rýna nánar í danskar þýðingar eftir aðra þýðendur, en af því að þýðingar Kims Lembek hafa sýnt mörg dæmi um þau þýðingavandamál sem ég mun fjalla um í ritgerðinni, hef ég ákveðið að einbeita mér að þýðingum hans. Fleiri dæmi um þýðingavandamál og þýðingalausnir er að finna í neðanmálsgreinum í þýðingu minni.

Samþykkt: 
  • 6.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10463


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Önfjörd.pdf1.51 MBLokaðurHeildartextiPDF