is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10467

Titill: 
  • Stjórnsýslukæra
  • Titill er á ensku Administrative complaint
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er stjórnsýslukæra. Stjórnsýslukæra hefur verið skilgreint sem það réttarúrræði að aðili máls, eða annar sá sem á kærurétt, skýtur stjórnvaldsákvörðun til æðra stjórnvalds sem er þá skylt að endurskoða ákvörðunina. Réttur aðila máls til að kæra stjórnvaldsákvörðun til æðra stjórnvalds er tryggður í 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í samfélagi þar sem stjórnvöld hafa víðtækar heimildir til að taka ákvarðanir um rétt og skyldu borgaranna er stjórnsýslukæra hluti af nauðsynlegu eftirliti með því að við beitingu stjórnsýsluvalds fylgi stjórnvöld þeim reglum sem löggjafinn hefur sett. Reglur um stjórnsýslukæru auka réttaröryggi með því að veita aðilum máls heimild til að fá endurskoðaðar ákvarðanir sem þeir telja rangar eða eru þeim óhagstæðar. Þannig er stuðlað að því að aðilar máls þurfi ekki að líða skaða vegna mistaka sem geta átt sér stað í stjórnsýslunni.
    Ritgerðin er þannig upp byggð að í 2. kafla er fjallað almennt um stjórnsýslukæru. Þar verður farið yfir tilgang og markmið kæruheimilda, rétt aðila máls til að fá umfjöllun um mál sitt á tveimur stjórnsýslustigum og hvaða réttaráhrif framlagning stjórnsýslukæru hefur. Að lokum verður fjallað um skýringu kæruheimilda. Í 3. kafla er farið yfir nokkur helstu formskilyrði sem stjórnsýslukæra ber að uppfylla svo hún verði tekin til efnismeðferðar. Farið er yfir reglur um aðild að kærumálum, hvað er kæranlegt og hvert ber að beina kæru. Jafnframt verður farið yfir kröfur til forms og efnis kæru. Í 4. kafla er umfjöllun um kærufrest. Er þar vikið að því við hvaða tímamark beri að miða upphaf og lok kærufrests, hvenær kæra teljist nóg snemma fram komin, hvenær heimilt er að lengja kærufrest og hvenær heimilt er að taka kæru til efnismeðferðar sem berst að kærufresti liðnum. Í 5. kafla er farið yfir heimildir æðra stjórnvalds til að fresta réttaráhrifum hinnar kærðu ákvörðunar. Í 6. kafla er svo fjallað um nokkra valda þætti varðandi endurskoðun hins æðra stjórnvalds. Vikið er að málsmeðferð í kærumálum og hvaða þættir hinnar kærðu ákvörðunar verða teknir til endurskoðunar. Að lokum er farið yfir það til hvaða úrræða hið æðra stjórnvald getur gripið til að bæta úr vanköntum á málsmeðferð eða öðrum þáttum við töku hinnar kærðu ákvörðunar hjá lægra stjórnvaldi. Þá eru helstu niðurstöður dregnar saman í lokaorðum.

Samþykkt: 
  • 9.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10467


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð - Stjórnsýslukæra - Salvör Þórisdóttir.pdf707.39 kBLokaðurHeildartextiPDF