is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10470

Titill: 
  • Fyrstu íslensku almenningssöfnin. Stofnun almenningssafna og mótun íslenskrar nútímamenningar á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru dregnar saman niðurstöður rannsóknar á stofnun fyrstu íslensku almenningssafnanna á s.hl. 19. aldar. Lögð er áhersla á að tengja stofnun almenningssafna á Íslandi við mótun íslensks þjóðfélags á 19. og 20. öld og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Áhrif frá hugmyndafræði menningarlegrar þjóðernishyggju og alþjóðlegum straumum í safnastarfi á 19. öld eru greind í orðræðu um söfn í íslenskum blöðum og tímaritum á s.hl. 19. aldar og f.hl. 20. aldar. Einnig er saga safnanna á upphafsárum þeirra rakin. Ritgerðinni er ætlað að vera innlegg í innlenda fræðilega umfjöllun um safnastarf á Íslandi, sem og fræðilega umfjöllun um menningarlega þjóðernishyggju. Er niðurstaða verkefnisins sú að stofnun almenningssafna, bæði hérlendis og erlendis, tengist órjúfanlegum böndum stofnun þjóðríkja og verkefni menningarlegra þjóðernissinna, sem og hugmyndafræðilegum, efnahagslegum og pólitískum byltingum á Vesturlöndum á 18. og 19. öld.

Samþykkt: 
  • 9.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10470


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HBÁ_MA_FINAL.pdf773.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna