is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36315

Titill: 
  • Ferðahandbækur sem markaðsefni í ferðaþjónustu : ferðahandbók fyrir Vesturland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari skýrslu er sagt frá verknámi í fjölmiðla- og útgáfufyrirtæki. Verknámið snerist um að ritstýra, búa til og hanna 20. afmælisútgáfu ferðahandbókarinnar Travel West 2019-2020 sem er leiðarvísir frá Akranesi að Dölum. Handbókin var gefin út í samstarfi við Markaðstofu Vesturlands. Verkefnið skiptist niður í nokkra þætti sem fólust m.a í gagnaöflun, auglýsingasölu, textagerð, og tölvupósts- og símasamskiptum við ferðaþjónustuaðila víðsvegar um Vesturland. Verkefnið var yfirgripsmikið og stóð frá því í byrjun janúar 2019 fram í miðjan apríl. Undirbúningsvinna fólst í að skoða markaðstengt efni ferðaþjónustunnar á Íslandi með áherslu á Vesturland og voru eldri handbækur og breytingar og nýjungar frá fyrri árum uppfærðar. Leitast var við að hafa handbókina auðskiljanlega fyrir ferðamenn, bæði á íslensku og ensku, upplýsandi með kortum fyrir hvert svæði og fræðslu um sögu og menningu landshlutans. Í ritgerðinni er leitast við að svara spurningunni um hvaða hlutverki ferðahandbækur þjóna sem markaðsefni í ferðaþjónustu frá ýmsum sjónarhornum. Fylgja þarf margs konar verkferlum þegar hugað er að útgáfu markaðsefnis en skipulag og áætlunargerð var stór hluti hennar. Í ljós kom að þetta yrði síðasta Travel West ferðahandbókin sem gefin yrði út fyrir landshlutann sem þykir umhugsunarvert þar sem viss svæði hafa ekki enn símasamband og rannsóknir gefa vísbendingar um að ferðahandbækur gegni enn mikilvægu hlutverki við ákvörðun áfangastaða hjá ferðamönnum. Lykilorð: Vöruþróun, markaðsefni, ferðahandbækur, Vesturland, ferðaþjónusta á Íslandi

  • Útdráttur er á ensku

    This report describes vocational training in a media and publishing company. The task was was to edit, create and design the 20th anniversary publication of the Travel West Travel Guidebook 2019-2020 as a tourist guide from Akranes to Dalir. The guidebook was published in collaboration with the Western Iceland Marketing Office. The project is divided into several aspects which included data collection, advertising sales, text-making, and email and telephone communication with tourism providers throughout the West. The project was comprehensive and lasted from early January 2019 until mid-April 2019. Preparatory work involved examining the market-related content of tourism in Iceland with a focus on West Iceland, and also on older manuals and changes and innovations from previous years were updated. An attempt was made to have the Guidebook easily understandable in both Icelandic and English for tourists, informative with maps for each area and education on history and culture. An attempt was made to answer the question of what role travel guides serve as marketing material in tourism. Many work processes need to be followed when considering the issue of marketing material, but planning and organizing were a big part of it. It was revealed that this would be the last Travel West guidebook to be published outside the region which is considered questionable, as some areas do not yet have a telephone connection and research indicates that guidebooks are still used in determining tourist destinations.
    Key words: Product developement, marketing materials, travel guidebooks, West Iceland, tourism in Iceland

Samþykkt: 
  • 18.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36315


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Skýrsla.pdf768.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna