is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25068

Titill: 
  • Ferðaþjónusta á Flateyri : samstarf hagsmunaaðila og viðhorf heimamanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ferðaþjónustan á jaðarsvæðum landsins á stöðum eins og Flateyri á Vestfjörðum hefur aðeins verið að taka við sér á undanförnum árum. Enn en mikill munur fjölda ferðamanna á slíkum svæðum miðað við vinsæla ferðamannastaði á Suðurlandi. Á Flateyri hefur sjávarútvegurinn verið aðalatvinnuvegurinn en nú hafa verið að spretta upp lítil fyrirtæki í ferðaþjónustunni. Þar sem uppbyggingin í ferðaþjónustunni á Flateyri er á byrjunarstigi var meginmarkmiðið með þessari rannsókn að kanna viðhorf og áhuga heimamanna til ferðaþjónustunnar. Einnig var kannað hvort það væri samstarf á milli ferðaþjónustuaðila á staðnum eða hvor það væri ávinningur fyrir þá aðila að vinna saman. Í rannsókninni var notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir þar sem fyrirliggjandi gögn voru notuð sem og hálfopin viðtöl við heimamenn og íbúa sem starfa í ferðaþjónustunni á Flateyri. Skoðað var klasasamstarf út frá hugmyndafræði Porters og hvort slíkt samstarf mætti nota í ferðaþjónustunni á Flateyri til að ná árangri í frekari uppbyggingu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að áhugi heimamanna á ferðaþjónustunni er mikill og telja þeir hana vera samfélaginu í hag og ferðaþjónustuaðilar hafa mikinn áhuga á samstarfi við aðra í greininni en helst er það skortur á þekkingu sem hefur komið í veg fyrir að fyrirtæki og aðrir hagsmunaðilar vinni saman.

  • Útdráttur er á ensku

    The tourist industry in peripheral areas like Flateyri at Iceland‘s West Fjords has slowly been increasing during the last decade. Despite the increase, there still is an enormous difference in volume of tourists in Flateyri compared to popular tourist destinations on the southern parts of Iceland. In Flateyri, the fishing industry remains the main employment but a few tourism businesses have opened in the last few years. As the tourism industry is in its infancy in Flateyri, the main goal of the current paper was to investigate the attitude and interest of inhabitants of Flateyri towards the tourism industry. The secondary goal was to research the existing tourist companies in Flateyri, focusing on collaboration between companies and if they benefit from collaboration. The research method was to use available data and semi-open interviews with locals from Flateyri. The benefit of using cluster collaboration in the tourism industry in Flateyri was analysed. The scientist Porter suggested that it could be a useful tool to develop tourism industry. Results of the investigation suggest that the inhabitants of Flateyri are interested in developing the tourist
    industry in their town and consider it beneficial for their town to do so. The current tourism businesses are interested in collaboration with other companies but lack of skills and knowledge limits their ability to develop a cluster collaboration.

Samþykkt: 
  • 7.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25068


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ferðaþjónusta á Flateyri, Steinunn G. Einarsdóttir.pdf2.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna