is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10474

Titill: 
  • Vímuefnaneysla á meðgöngu: Skaðsemi og stuðningsúrræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaritgerð til B.A. prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að gefa skýra heildarmynd af málefnum barnshafandi kvenna í vímuefnaneyslu. Fjallað verður um áhrif vímuefna á fóstur og nýbura, félagslegar og sálrænar afleiðingar neyslunnar á hina verðandi móður, umfang vímuefnaneyslu kvenna á meðgöngu hérlendis og erlendis auk þeirrar þjónustu sem stendur barnshafandi konum í vímuefnaneyslu til boða hér á landi.
    Niðurstöður samantektarinnar sýndu að tvennt er sameiginlegt með öllum vímuefnum, annars vegar valda þau aukinni hættu á fyrirburafæðingu og hins vegar er aukin hætta á að börn verði lág í fæðingarþyngd miðað við meðgöngulengd. Algengt er að neysla vímuefna á meðgöngu hafi í för með sér félagslegar og sálrænar afleiðingar á konurnar. Mikilvægt er að þungaðar konur í vímuefnaneyslu fái skjóta og góða þjónustu svo hægt sé að bregðast við eins fljótt og kostur er með viðeigandi stuðningsúrræðum til að lágmarka allan skaða.

Samþykkt: 
  • 9.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10474


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vímuefnaneysla á meðgöngu-skemman.pdf707.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna