is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10477

Titill: 
 • Var hagsmunum hluthafa gætt við fyrirtækjakaup? Arðsemi hluthafa við fyrirtækjakaup
 • Titill er á ensku Was shareholders interests protected in mergers and acquisitions
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er hvort yfirtökufyrirtækin Actavis, Bakkavör, Marel og Össur hafi gætt hagsmuna hluthafa við yfirtökur sínar á árunum 2000-2010.
  Í gegnum árin hefur umræddum fyrirtækjum verið mikið hampað af bæði almenningi og í fjölmiðlum fyrir góðan árangur og mikið fjallað um yfirtökur fyrirtækjanna. Verðmæti fyrirtækjanna jókst mikið á tímabilinu sem til skoðunar er. Höfundur taldi í framhaldi af því mikilvægt að komast að því hvort um raunverulega virðisaukningu hafi verið að ræða fyrir hluthafa fyrirtækjanna af öllum þeim fyrirtækjakaupum sem fyrirtækin fjögur réðust í á tímabilinu og ef ekki þá hvað lærdóm megi draga af því. Vonast höfundur til að ritgerð þessi muni m.a. skila upplýstari umræðu á Íslandi um ávinning hluthafa af yfirtökum fyrirtækja og að hluthafar muni í framhaldinu gera markvissari kröfur til arðsemi af þeim fyrirtækjum sem keypt eru.
  Í ritgerðinni er byrjað á að fjalla stuttlega um fræðin og síðan er fjallað um erlendar rannsóknir sem gerðar hafa verið um arðsemi hluthafa fyrirtækja sem kaupa önnur fyrirtæki. Þar kom helst fram að rannsakendur notast oftast við svokallaða Abnormal Earnings Growth aðferðafræði þar sem arðsemi fyrirtækja á markaði er borin saman við arðsemi markaðarins. Þessa aðferðafræði var ekki hægt að nota í þessari ritgerð vegna vísbendinga um markaðsmisnotkun bankanna því aðferðafræðin krefst þess að CAPM módelið sé notað. Á meðal þeirra atriða sem komu fram í erlendu rannsóknunum var að yfirtökur mistakast m.a. vegna oflætis stjórnenda, markmið stjórnenda fara ekki saman við markmið fyrirtækisins, fyrirtæki kaupir annað fyrirtæki í óskyldum rekstri. Þegar fyrirtæki á markaði er keypt er hætta á tilboðsstríði, er hækkar verðið, sem er ólíklegra ef um óskráð fyrirtæki eða dótturfyrirtæki að ræða. Niðurstaðan í einni rannsókninni var sú að hluthafar hagnast þegar keypt eru óskráð fyrirtæki en tapa ef keypt er fyrirtæki á markaði og er það eitt sem einkennir yfirtökur íslensku fyrirtækjanna að þau kaupa í langflestum tilfellum óskráð fyrirtæki.
  Aðferðafræðin sem notuð var við að meta árangurinn var að framreikna kaupverð hvers fyrirtækis sem keypt var, frá kaupári til ársins 2010 (til 2007 í tilfelli Actavis). Samtalan af þeirri tölu var síðan lögð saman við framreiknað markaðsvirði viðkomandi fyrirtækis frá 1. janúar 2000 og sú tala síðan dregin frá markaðsvirði fyrirtækisins í lok tímabilsins að viðbættum framreiknuðum arðgreiðslum eða þegar það var tekið af markaði. Ef markaðsvirði (ásamt arðgreiðslum) viðkomandi fyrirtækis í lok tímabils var lægra en samanlagt framreiknað kaupverð yfirteknu fyrirtækjanna má draga þá ályktun að hagsmunum hluthafa í viðkomandi fyrirtæki hafi ekki verið nægilega vel gætt. Höfundur tengir einnig arðsemina við stefnu og viðskiptamódel viðkomandi fyrirtækis þegar komist er að niðurstöðu um árangur hvers fyrirtækis.
  Þær takmarkanir á niðurstöðum þessarar ritgerðar eru að vísbendingar hafa komið fram um markaðsmisnotkun sem gerir notkun íslensku hlutabréfavísitölunnar óáreiðanlega og svo takmarkaðar upplýsingar um margar yfirtökur. Oft var kaupverð ekki uppgefið en höfundur fann eigi að síður kaupverð sumra fyrirtækjanna í sjóðstreymi ársreikninga fyrirtækjanna. Ef um margar yfirtökur var að ræða sama árið var samtalan tekin og framreiknuð fyrir öll fyrirtækin sem keypt voru það árið.
  Fyrirtækin sem fjallað er um í þessari ritgerð eru Actavis, Bakkavör, Marel og Össur. Virðisauki hluthafa af yfirtökum Actavis var jákvæð um 118 milljarða og var eina fyrirtækið sem var með jákvæða niðurstöðu. Virðisauki fyrir hluthafa Össurar var neikvæður um 37 milljarða og Marel neikvæður um 51 milljarða þannig að neikvæður virðisauki hluthafa á þessum tveimur fyrirtækjum var um 88 milljarðar. Niðurstaðan varðandi Bakkavör var virðisrýrnun hluthafa upp á 236 milljarða króna þegar það var afskráð. Samtals varð virðisrýrnun hluthafa um 207 milljarðar króna ef fyrirtækin fjögur eru tekin saman.
  Tengsl höfundar við viðfangsefnið eru tvíþætt að því leyti að hafa annars vegar verið starfsmaður Össurar árin 2001-2004, og hinsvegar að vera fjármálastjóri Lyfjastofnunar sem er eftirlitsaðili með lyfjaframleiðslu Actavis þegar ritgerðin er skrifuð.

Samþykkt: 
 • 9.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10477


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð - Þórhallur Hákonarson final.pdf2.65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna