is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10478

Titill: 
  • Að koma út úr tveimur skápum. Ungar fatlaðar lesbíur
  • Titill er á ensku Coming out of two closets. Young disabled lesbians
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er samkynhneigt fatlað fólk. Í upphafi er fræðileg umfjöllun um fötlun og samkynhneigð ásamt samspili þessara tveggja þátta. Málefni samkynhneigðra fatlaðra kvenna eru sérstaklega tekin fyrir og er þar að auki greint frá þróun sjálfsmyndar og því ferli að koma út úr tveimur skápum, sem fötluð manneskja og samkynhneigð. Farið er í þekkingu þessa málefnis á Íslandi og erlendis. Greint er frá hvaða aðstoð er í boði fyrir samkynhneigt fatlað fólk hér á landi og hvaða afleiðingar lítil þekking og aðstoð getur haft í för með sér. Að lokum er umfjöllun um hlutverk og aðkomu félagsráðgjafa að málefnum samkynhneigðs fatlaðs fólks.
    Niðurstöður ritgerðarinnar gefa til kynna að til staðar sé takmörkuð þjónusta/aðstoð fyrir samkynhneigt fatlað fólk á Íslandi, ónóg fræðsla sem býður ekki upp á fjölbreytileika og að þekkingarleysi meðal félagsráðgjafa og fagfólks sé til staðar gagnvart þessum hópi. Ljóst er að sýnileiki samkynhneigðs fatlaðs fólks á Íslandi er lítill sem enginn. Vinna þarf að bættum hag þessa hóps bæði hér á landi og erlendis. 

Samþykkt: 
  • 9.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10478


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að koma út úr tveimur skápum - Ungar fatlaðar lesbíur.pdf764.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna