is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10488

Titill: 
  • Auðlindir og efnahagslífið. Áhrif olíuvinnslu á hagkerfi Íslands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Við strendur Íslands er hafin leit að olíulindum og margir hugsa sér gott til glóðarinnar. Ef til vill gera þeir hinir sömu sér ekki grein fyrir því að mörg auðlindarík ríki hafa lágan eða neikvæðan hagvöxt. Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er að skoða hvers vegna auðlindarík ríki búa ekki við betra efnahagslíf en raun ber vitni og hvað gæti orðið hugsanleg þróun í efnahagslífi Ísland hefjist olíuvinnsla á Dreksvæðinu. Helstu ástæður fyrir erfiðleikum í efnahagslífi ríkja af þessu tagi er lélegt stofnanakerfi, rentusókn, lítil áhersla á menntun, lítill sparnaður og lítil fjárfesting. Hollenska veikin svokallaða getur líka átt þátt í að veika efnahagslíf auðlindaríkra ríkja. Hollenska veikin felur í sér að þegar hagstæðar verðbreytingar verða í einhverjum geira hagkerfis, til dæmis þegar ríki hefur útflutning á olíu, veldur það kreppu í öðrum rótgrónum atvinnugreinum í viðkomandi ríki. Ef þessar atvinnugreinar hafa stuðlað að langtíma hagvexti þá getur þessi þróun verið mjög slæm fyrir efnahag viðkomandi ríkis. Noregi hefur vegnað vel þrátt fyrir miklar olíulindir. Ástæður velgengi Norðmanna má rekja til sterks stofnanakerfis í Noregi, áherslu á menntamál og iðnað sem byggir upp á þekkingu. Með öðrum orðum þróaðs lýðræðisríkis sem stóð föstum fótum fyrir fund olíulindana. Olíuvinnsla á hafsbotni virðist einnig hafa jákvæðari ytri áhrif en olíuvinnsla á landi. Það getur líka hafa átt sinn þátt í velgengi Norðmanna. Olíusjóður Norðmanna hefur einnig gefist vel og hefur hann náð að lágmarka áhrif hollensku veikinnar í Noregi. Olíuvinnsla á Íslandi gæti haft margvísileg áhrif. Hún gæti meðal annars leitt til hærri raunlauna og minni fjárfestingar. Þar sem að stofnanakerfið á Íslandi er viðunandi, sem yfirleitt leiðir af sér minni rentusókn, bendir það til þess að Íslendingar búi við aðstæður sem ættu að auðvelda þeim að ráðstafa tekjum af olíuvinnslu hagkerfinu í heild til hagsbóta. Ef Íslendingar huga vel að þeim slæmu áhrifum sem fylgja auðlindum, reyna að gera ráðstafanir til að draga úr þeim og bæta stofnanakerfi sitt þá er líklegt að olíuvinnsla á Drekasvæðinu muni hafa góð áhrif á efnahagslíf Íslands.

Samþykkt: 
  • 10.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10488


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Auðlindir og Efnahagslífið. Áhrif olíuavinnslu á hagkerfi Íslands..pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna