is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10493

Titill: 
  • Þunglyndi, bati og fordómar: Þættir sem ýta undir og hindra bata einstaklinga með þunglyndi
Skilað: 
  • Janúar 2012
Útdráttur: 
  • Þunglyndi er algengur sjúkdómur sem hefur alvarleg áhrif á þá sem veikjast af honum. Afleiðingar sjúkdómsins eru víðtækar og hafa áhrif á sálræna, líkamlega og félagslega þætti þess sem veikist. Áætla má að um 12-15 þúsund Íslendingar þjáist af þunglyndi á hverjum tíma. Í dag er þunglyndi í fjórða sæti á heimsvísu yfir þá sjúkdóma sem taldir eru meginorsakavaldar röskunar á atvinnu og heimilislífi. Búist er við að árið 2020 verði hann kominn í annað sæti hvað þetta varðar. Umfang þessa sjúkdóms og afleiðingar hans voru meðal annars til þess að rannsókn þessi var framkvæmd. Markmiðið með rannsókninni var að kanna hvaða þættir ýta undir bata einstaklinga með þunglyndi og hvaða áhrif fordómar hafa á bata þessara einstaklinga. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð við gerð rannsóknarinnar og hálf stöðluð viðtöl tekin við sjö einstaklinga sem glímt hafa við þunglyndi. Gögnin voruð kóðuð, greind og skipt upp í fjögur meginþemu (bati, fordómar annarra, sjálfsfordómar og að leita sér hjálpar). Helstu niðurstöður voru þær að allir viðmælendur nefndu hollan mat, hreyfingu, nægan svefn og fasta rútínu sem mikilvægan þátt í bataferlinu. Einnig nefndu þeir von, stuðning, skilning, valdeflingu og innsæi í sjúkdóminn sem mikilvæga þætti í bataferlinu. Jafnframt bentu niðurstöðurnar til að fordómar annarra eins og fjölskyldu og vina ásamt sjálfsfordómum væru algengir og hefðu mikil og neikvæð áhrif á bataferlið.

Samþykkt: 
  • 10.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10493


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þunglyndi, bati og fordómar.pdf3.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna