en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10500

Title: 
  • is Tilfinningar og togstreita. Unglingurinn, áföll og sorg
Submitted: 
  • February 2012
Abstract: 
  • is

    Einhverntíman á lífsleiðinni verðum við fyrir áföllum eða sorg af einhverju tagi. Tilfinningarnar sem fylgja einstaklingum í kjölfar slíks atburðar eru miklar og sumum óviðráðanlegar. Í þessu verkefni verður athyglinni sérstaklega beint að unglingum og hvernig þeir bregðast við áföllum eða sorg af einhverju tagi. Fyrst verður þá sviðljósinu beint að sorg og sorgarferli almennt. Skoðað verður hvernig einstaklingar á mismunandi aldursskeiðum bregðast við sorg og hvaða áhrif hún hefur á þá. Þegar unglingsárin eru sérstaklega tekin fyrir þá er því oft haldið fram að þau séu skemmtilegustu en jafnframt erfiðustu ár æviskeiðs okkar. Margar breytingar bæði andlegar og líkamlegar eru að eiga sér stað sem unglingar eiga oft erfitt með að átta sig á. Því er athyglisvert að skoða hvernig breytingar eins og áföll og sorg hafa á unglinga og hvernig þeim tekst að spjara sig í lífinu seinna meir. Sjónum verður sérstaklega beint að áföllum sem tengjast breytingum á nánast umhverfi unglinga eins og á sjálfsmynd, ástarsorg, breytingar í jafningjahóp, mótlæti og skilnaði foreldra. Skoðað verður hvernig sorg unglinga birtist og hver líkamleg og andleg einkenni hennar eru. Þá er starfsvettvangur skólafélagsráðgjafa, félagsráðgjafa á heilbrigðissviði og félagsráðgjafa í barnavernd sérstaklega skoðaðir og hvert hlutverk þeirra er þegar þeir vinna með unglinga í áfallakreppu.

Accepted: 
  • Jan 11, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10500


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BAritger pdffridmey.pdf549.44 kBOpenHeildartextiPDFView/Open