is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10502

Titill: 
 • Reynsla og upplifun náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum af náms- og starfsfræðslu og ávinningi hennar. „Þetta opnar augu fyrir þeim að það er svo margt þarna úti“
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar eigindlegu rannsóknar var að skoða reynslu og upplifun náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum af náms- og starfsfræðslu og ávinningi hennar. Átta náms- og starfsráðgjafar tóku þátt og fór gagnasöfnun fram með einstaklingsviðtölum. Yfirþema rannsóknarinnar er tilvitnun í einn viðmælanda sem segir: þetta opnar augu fyrir þeim að það er svo margt þarna úti sem er að mati viðmælenda, mjög lýsandi fyrir ávinning náms- og starfsfræðslu.
  Niðurstöður benda til að viðmælendur sjá ávinning af að kenna náms- og starfsfræðslu í grunnskólum en þó er mikill misbrestur á að fræðslunni sé sinnt. Fræðslan einskorðast í flestum tilfellum við elstu bekki grunnskólans og það sem hamlar að fræðslunni sé sinnt er tímaleysi náms og starfsráðgjafa. Áhugi var meðal viðmælenda á að sinna fræðslunni allt frá byrjun grunnskólagöngu. Niðurstaða rannsóknarinnar er í líkingu við það sem áður hefur komið fram í rannsóknum hérlendis um að fræðslunni sé ábótavant og fari aðallega fram í elstu bekkjum grunnskólans. Niðurstöður sýndu einnig fram á að þeir nemendur sem fá fræðslu eru betur í stakk búnir til að takast á við ákvarðanatöku eftir grunnskólagöngu. Mikilvægi náms- og starfsráðgjafaráætlunar kemur glöggt fram. Vonast er til að rannsóknin opni betur augu skólasamfélagsins fyrir mikilvægi náms- og starfsfræðslu.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this qualitative research was to look at elementary and secondary school adviser‘s experience when it comes to academic counseling and career counseling and its benefit. Eight academic advisers and career advisers took part and the source material comes from interviewing them individually. The main theme of the research is a quote from one interviewee who thought it descriptive for the benefit of counselling: This opens their eyes and there is so much out there.
  The results suggest that the interviewees see benefit in teaching academic counseling and career counseling in elementary and secondary school while there is a failure in carrying it through.The education is usually limited to secondary school(13-16 years old) and the chief deterrent is the advisers‘ lack of time.The interviewees were interested in tending to the education from the start of elementary school(6-13 years old). The results were in accordance with other Icelandic studies when it says that counseling education is lacking and it takes mainly place in secondary school.The results also showed that students, who have received training, are better prepared to make choices whensecondary school has finished.The importance for a good counseling programis evident. Hopefully the research will be an eye-opener for the school community when it comes to the importance of education and career counsel.

Samþykkt: 
 • 11.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10502


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð 10 jan.pdf703.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna