is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1051

Titill: 
  • Stjórnun íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um stjórnun íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja.
    Markmiðið með verkefninu er að skoða tengsl faglegrar stjórnunar og velgengni
    ferðaþjónustufyrirtækja og er ætlunin með verkefninu að veita innsýn í þróun og
    vöxt þessara fyrirtækja, með sérstaka áherslu á þjónustugæði. Einnig er reynt að
    sýna fram á mikilvægi menntunar fyrir íslenska ferðaþjónustu.
    Rannsóknarspurning sú sem unnið er út frá er:
    „Dregur skortur á faglegri stjórnun í íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum úr
    þjónustugæðum í atvinnugreininni?”
    Í verkefni þessu er reynt að sanna að svo sé. Reynt er að útiloka önnur vandamál,
    svo sem árstíðavandann.
    Í þeirri rannsókn sem hér var gerð var notast við spurningalista og var ákveðið að
    hringja út könnunina. Úrtak var valið meðal fyrirtækja á félagaskrá Samtaka
    ferðaþjónustunnar (SAF). Valið var úrtak 100 fyrirtækja og var það gert með
    tölfræðilega viðurkenndum aðferðum. Könnunin var lögð fyrir dagana 10.–12.
    apríl 2002 og var svörun 95% sem verður að teljast mjög gott.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að íslenskum ferðaþjónustu-
    fyrirtækjum er frekar illa stjórnað sé tekið mið af kenningum Kotlers. Tengsl
    fundust milli menntunarstigs og áherslu stjórnenda á þjónustugæði, en með
    aukinni menntun jókst áhersla á þau. Þeir stjórnendur sem sóttu námskeið voru
    einnig líklegri til að leggja áherslu á þjónustugæði. Afkoma er að sama skapi betri
    í þeim fyrirtækjum. Menntun virðist einnig hafa nokkuð að segja um afkomu, en
    þar er munurinn þó ekki eins afgerandi.
    Lykilorð:
    Þjónustustjórnun
    Ferðaþjónusta
    Ísland
    Menntun
    Starfsmannavelta

Samþykkt: 
  • 1.1.2002
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1051


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
stjislenskra.pdf838.1 kBOpinnStjórnun íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja - heildPDFSkoða/Opna