en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10512

Title: 
 • Title is in Icelandic Greining á ytri þáttum fyrirtækjamenningar Kaffitárs ehf.
Submitted: 
 • February 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á fyrirtækjamenningu Kaffitárs og athuga hvort að hún sé sterk eða veik, með tilliti til ytri þátta hennar. Til þess að rannsaka fyrirtækjamenninguna var spurningalisti Denison notaður og var hann lagður fyrir starfsfólk Kaffitárs.
  Í byrjun ritgerðarinnar er fjallað um sögu stjórnunnar og hvernig stjórnun hefur hjálpað fyrirtækjum nú til dags að ná samkeppnisforskoti. Skoðuð verða nokkur þróunnarstig stjórnunnar, allt frá vísindalegri stjórnun til stefnumiðaðrar mannauðsstjórnunnar. Einnig verður fyrirtækjamenning skoðuð vel og þá helst út frá hugmyndafræði Edgars H. Schein, Deal og Kennedy á fyrirtækjamenningu.
  Í lokin voru helstu niðurstöður úr rannsókninni greindar en þær sýndu að fyrirtækjamenning Kaffitárs er nokkuð sterk. Það kom hinsvegar í ljós að Ytri menningarvíddin markmið hlaut hærri einkunn en ytri menningarvíddin aðlögunarhæfni. Út frá þeirri niðurstöðu má segja að markmið sem Kaffitár setur sér eru góð og auðvelt er fyrir starfsfólk Kaffitárs að ná þeim. Frá frekari niðurstöðum verður gerð grein fyrir í ritgerðinni.

Accepted: 
 • Jan 11, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10512


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Kaffitár B.S lokaritgerð_lokaskjal.pdf679.62 kBOpenHeildartextiPDFView/Open