is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10527

Titill: 
  • Börn sem upplifa heimilisofbeldi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Fjallað verður um skilgreiningar á líkamlegu og andlegu ofbeldi gegn börnum ásamt heimilisofbeldi. Farið verður yfir afleiðingar sem ofbeldis, ásamt því sem einkennir börn sem upplifa ofbeldi. Afleiðingarnar geta verið margvíslegar og geta haft áhrif á hugrænan og vitrænan þroska barna ef ekki er brugðist við. Margir þættir geta haft áhrif á hvort börn verði beitt ofbeldi, bæði einstaklingsbundnir þættir foreldra og barna ásamt samfélags- og menningarlegum þáttum. Ríkjandi viðhorf og menning hefur haft áhrif á löggjöf í tengslum við vernd og réttindi barna. Ýmsir þjóðréttarsamningar hafa haft jákvæð áhrif á íslenska löggjöf, þar á meðal Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Fjallað verður um lagalega vernd barna gegn ofbeldi í samræmi við 19. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem snýr að vernd gegn ofbeldi. Úrræði handa börnum, sem hafa upplifað ofbeldi, eru fábrotin og greina má skort á samhæfingu á milli barnaverndaryfirvalda og annarra stofnana sem koma að málefnum þeirra. Félagsráðgjafar eru eina fagstéttin sem fær kennslu í barnavernd og hafa þeir sett mark sitt á störf í félagsþjónustu og barnavernd.
    Lykilorð: Líkamlegt ofbeldi, sálrænt ofbeldi, heimilisofbeldi.

Samþykkt: 
  • 12.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10527


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhanna María Ævarsdóttir-Börn sem upplifa heimilisofbeldiöpdf.pdf546.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna