is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10528

Titill: 
 • Upplifun starfsmanna af falli Spron
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangurinn með þessari rannsókn var að auka skilning á því hvernig starfsmenn fjármálafyrirtækis upplifðu fall þess svo hægt sé að draga lærdóma af því. Leitast var við að varpa ljósi á hvaða áhrif atvinnumissirinn hafði á starfsmenn, hvaða viðbrögð þeir sýndu og hverskonar stuðningur var í boði þeim til handa. Rannsóknir sýna að atburður eins og atvinnumissir getur verið mikið áfall og haft mikil áhrif á starfsmenn.
  Rannsóknin heyrir til tilviksrannsókna og byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð. Tekin voru opin viðtöl við átta einstaklinga sem störfuðu hjá Spron á þeim tíma þegar ríkið yfirtók það. Í viðtölunum tjáðu viðmælendur sig um upplifun sína og reynslu af yfirtökunni og atvinnumissinum. Allir viðmælendur voru komnir með atvinnu þegar viðtölin fóru fram og voru flestir þeirra komnir í önnur störf strax eða mjög fljótlega eftir yfirtökuna.
  Helstu niðurstöður gefa til kynna að yfirtakan kom starfsmönnum á óvart. Bæði tímasetningin og hvernig hún var tilkynnt. Viðmælendur fundu allir fyrir vanlíðan í aðdraganda atburðanna og fyrst á eftir yfirtökunni. Tíðar uppsagnir og aðrar niðurskurðaraðgerðir í aðdraganda fallsins ásamt því langvarandi óvissuástandi sem ríkti höfðu mikil og neikvæð áhrif á starfsfólk. Starfsmönnum var boðið upp á aðstoð fagaðila en sú aðstoð hefði þurft að vera markvissari.
  Í rannsókninni kemur fram að áfallið var þó nokkuð þrátt fyrir langan aðdraganda að atburðunum. Skýringuna má helst rekja til þess hvernig starfsmenn fengu fregnir af yfirtökunni og einnig vegna þess að ákveðið var að leggja starfsemina niður að fullu. Upplifun þeirra starfsmanna sem áfram störfuðu fyrir slitastjórnina var neikvæð og segja má að þeir starfsmenn sem strax hættu störfum eftir yfirtökuna hafi farið betur út úr þessu en þeir sem áfram störfuðu til lengri eða skemmri tíma. Athygli vekur að gögn þessarar rannsóknar benda til að reiði starfsmanna beinist gegn stjórnvöldum en síður að stjórnendum sjóðsins sem þó bera ábyrgð á öllum rekstri hans.

Samþykkt: 
 • 12.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10528


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MaS-ritgerð.pdf749.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna