is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10529

Titill: 
 • Viðsnúningur fyrirtækja. Fræðilegt yfirlit og raundæmi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðsnúningur í rekstri og starfsemi fyrirtækja er viðfangsefni þessarar ritgerðar. Markmiðið er að auka skilning á því viðfangsefni sem viðsnúningur fyrirtækja er, aðferðafræðinni og notkunarmöguleikum hennar. Gerð er raundæmisrannsókn þar sem ferli viðsnúnings er skoðað í ljósi fræðanna og leitast við að draga lærdóm af því.
  Hvernig tekst fyrirtækjum í bráðum vanda að takast á við það umfangsmikla og vandasama verkefni sem viðsnúningur fyrirtækis er. Hver er orsökin og hvernig er ferlinu best háttað? Það er ekki einungis mikilvægt fyrir stjórnendur og aðra hagsmunaaðila að skilja viðfangsefnið betur, heldur einnig efnahagslífið sjálft. Í kjölfar alvarlegs hruns á fjármálamörkuðum árið 2008 og því ótrygga ástandi sem enn er á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hefur áhugi á efninu skiljanlega aukist til muna.
  Í fræðilega yfirlitinu er gerð grein fyrir öðrum rannsóknum og viðsnúningi fyrirtækja við hinar ýmsu aðstæður. Farið er almennt yfir orsök og aðstæður alvarlegs rekstrarvanda og ferli viðsnúnings. Að gefnu tilefni er einnig fjallað um umhverfi fjármálakreppu við aðstæður þar sem viðsnúnings er þörf og einnig er litið til tilfella þar sem alvarlegt áfall leiðir til endurskipulagningar. Að endingu í fræðilega hlutanum er greint frá rannsókn þar sem leitast var við að hanna líkan sem spáir fyrir um alvarlegan rekstrarvanda fyrirtækja.
  Helstu niðurstöður raundæmisrannsóknarinnar eru þær að veigamiklir þættir varðandi viðsnúning eru niðurskurður kostnaðar og umfangs til að ná fram hagræðingu í rekstri, þörf á öflugri forystu við aðstæður viðsnúnings og sala eigna. Þetta er meginlærdómurin sem draga má af raundæminu. Aðstæður sem ríkja á fjármálamörkuðum þegar þessi rannsókn var framkvæmd hafa áhrif á umfjöllunina. Við aðstæður fjármálakreppu er oftast um blöndu af fjárhagslegri og rekstrarlegri endurskipulagningu að ræða. Það átti einnig við í því raundæmi sem skoðað var.

Athugasemdir: 
 • Ritgerð opnuð 11/10 2012 skv beiðni frá skrifstofu deildar. Var lokuð til 2022.
Samþykkt: 
 • 12.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10529


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðsnúningur fyrirtækja.pdf618.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna