en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10530

Title: 
  • Title is in Icelandic Misbeiting tölfræðinnar í hagrannsóknum
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Hlutverk hagrannsókna er notkun stærðfræðilegra og tölfræðilegra aðferða til rannsókna í hagfræði og til þess að sannreyna gildi hagfræðikenninga í raunveruleikanum. Stærðfræðilegar og tölfræðilegar aðferðir hagrannsókna nýtast til rannsókna innan annarra fræðigreina en hagfræði, t.d. viðskiptafræði, félagsfræði, líffræði, sálfræði, læknisfræði og stjórnmálafræði.
    Misbeiting stærðfræðilegra og tölfræðilegra aðferða hagrannsókna er stórt vandamál í dag með aukinni notkun tölfræðilegra aðferða í samfélaginu og nauðsynlegt að ráða bót þar á. Með aukinni tækni hafa orðið framfarir í söfnun og úrvinnslu gagna í hagrannsóknum, en engu að síður eru enn fyrir hendi óleyst vandamál.
    Í þessari ritgerð er fjallað um misbeitingu tölfræðinnar í hagrannsóknum og vandamál sem skapast í framhaldi af því. Ritgerðinni er skipt í þrjá kafla og fjalla þeir um hvernig bjögun verður til í gagnasöfnum, í úrvinnslu gagna og að lokum í túlkun niðurstaðna. Í hverjum kafla er fjallað um nokkrar tegundir misbeitingar og dæmi tekin um hvert þeirra.
    Markmið þessarar ritgerðar er að vekja fólk til umhugsunar um þau vandamál sem skapast þegar ekki er farið að reglum hagrannsókna. Einnig að benda fólki á að vera á varðbergi með gagnrýnni hugsun og glepjast ekki af innantómri tölfræði og rangtúlkuðum niðurstöðum sem fylgja í kjölfarið.

Accepted: 
  • Jan 12, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10530


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Misbeiting tölfræðinnar í hagrannsóknum.pdf1.07 MBOpenHeildartextiPDFView/Open