en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10531

Title: 
  • Title is in Icelandic Aðstaða kvenna í fangelsum á Íslandi
Submitted: 
  • January 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A. prófs í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hér verður fjallað um aðstöðu kvenna í fangelsum hér á landi. Femínískar kenningar gera grein fyrir að konur verða fyrir ójöfnuði vegna kyns síns, og að þær skulu öðlast sömu réttindi og tækifæri jafnt og karlar. Hlutfall kvenna í fangelsum er mjög lágt en þeim fer þó fjölgandi. Rúm 7% fanga sem ljúka afplánun hér á landi ár hvert eru konur. Helstu brot sem konur afplána fyrir eru auðgunarbrot þó eru fíkniefnabrotum að fjölga. Rannsóknir sýna að konur eiga almennt við meiri félags- og heilbrigðisvanda en karlar sem fremja afbrot. Konum hér á landi býðst einungis að afplána dóma sína í einu fangelsi á höfuðborgarsvæðinu, á meðan karlar geta afplánað í fimm fangelsum við mismunandi aðstæður. Aðstæður kvenna í fangelsum hér á landi eru ekki þær sömu og aðstæður karla, þar má nefna möguleika til vinnu, afþreyingar, staðsetningar og mismunandi vistunarúrræði.

Accepted: 
  • Jan 12, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10531


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA-ritgerð Jóhanna læst.pdf356.6 kBOpenHeildartextiPDFView/Open