is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10532

Titill: 
 • Framlag áliðnaðar til landsframleiðslu
 • Titill er á ensku The Contribution of the Aluminium Industry to GDP
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Álframleiðsla hefur átt skjótan uppgang hér á landi og hefur í dag veruleg áhrif á íslenskt efnahags- og atvinnulíf. Framleiðsla áls hófst á Íslandi árið 1969 og nam hún þá tæpum 11 þúsund tonnum. Upp úr 1990 jókst framleiðslan til muna og er nú tæp 820 þúsund tonn. Til marks um mikilvægi áliðnaðarins má nefna að hann á þátt í myndun um 5.000 starfa hér á landi. Þá er ál mikilvæg útflutningsvara og er nánast allt ál sem framleitt er hér á landi flutt úr landi, en hlutdeild álafurða í vöruútflutningi er í kringum 40% sem er svipuð og hlutdeild sjávarafurða. Jafnframt er vöruskiptajöfnuður iðnaðarins ávallt jákvæður og skiptir tugum, ef ekki hundruðum milljarða króna.
  Í þessari ritgerð er framlag áliðnaðar til vergrar landsframleiðslu metið á tímabilinu 2007-2010. Framlagi áliðnaðar má skipta í beint framlag, óbeint framlag og eftirspurnaráhrif. Beint framlag er metið með grunngögnum Hagstofunnar úr samræmdum skattaframtölum álfyrirtækjanna. Sýnt er fram á að orku-áliðnaður, þ.e. orkuiðnaður og áliðnaður í sameiningu, geti talist grunnatvinnuvegur. Á þeim grundvelli er óbeint framlag áliðnaðar metið með tveimur aðferðum; birgjaaðferð og atvinnuvegaaðferð. Auk þess er óbeinn virðisauki vegna raforkukaupa metinn sérstaklega. Í þessari ritgerð eru eftirspurnaráhrifin ekki metin. Heildarframlag áliðnaðar er þá summa beins og óbeins framlags.
  Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að beint framlag til vergrar landsframleiðslu hafi að meðaltali verið 2,9% á árunum 2007-2010. Hæst var það árið 2010 en þá var það 4,6%. Birgjaaðferð og atvinnuvegaaðferð gáfu gjörólíkar niðurstöður á óbeinu framlagi; atvinnuvegaaðferðin gefur að jafnaði tvöfalt hærri niðurstöður en birgjaaðferðin. Niðurstöður þessara aðferða afmarka þar með ákveðin mörk fyrir óbeinan virðisauka áliðnaðar. Heildar óbeinn virðisauki er þá að meðaltali á bilinu 2,6-3,4% á árunum 2007-2010, en hæstur var hann árið 2010. Þá er heildarframlag áliðnaðar til vergrar landsframleiðslu að jafnaði 5,5-6,3% á árunum 2007-2010. Á árinu 2010 er það talið vera um það bil 7,7-8,6%.
  Niðurstöður þessarar greiningar eru í ágætu samræmi við niðurstöður tölfræðilegrar rannsóknar á heildarframlagi sjávarútvegs á Íslandi, sem einnig telst vera grunnatvinnuvegur. Niðurstöðurnar eru auk þess í ágætu samræmi við sambærileg gögn fyrir áliðnaðinn í Québec-fylki í Kanada.

 • Útdráttur er á ensku

  Aluminium production first began in Iceland in the year 1969 and the output was then barely 11 thousand tons. In the early 1990s the rate of production grew rapidly and today it is around 820 thousand tons. Two of the biggest hydroelectric power plants in Iceland were constructed mainly to serve the aluminium industry. In addition the aluminium industry generates around 4.000 jobs in the country. Almost all aluminium products manufactured in Iceland are exported. Aluminium products have ca. a 40% share in the total export of goods from Iceland which is more or less the same proportion as that of fish products. The aluminium industry’s balance of trade is highly positive, giving rise to tens if not hundreds of millions of Icelandic króna. From this it is apparent that the aluminium industry has a major influence on Iceland’s economy.
  The main objective of this thesis is to estimate the aluminium industry’s contribution to GDP. This contribution is divisible into direct contribution, indirect contribution and demand effects. Direct contribution is estimated using a data set from Statistics Iceland. It is shown that the so called energy-aluminium industry, i.e. the energy industry together with the aluminium industry, can be said to be a base industry. On that basis, the aluminium industry’s indirect contribution is estimated using two methods. Additionally, indirect contribution because of energy consumption is especially estimated. In this thesis the demand effects are not estimated. Therefore the total contribution is the sum of direct and indirect contribution.
  The main results of this analysis are that the direct contribution has been, on average in 2007-2010, around 2.9% of GDP. It reached its maximum in the year 2010 when it was 4.6%. The results of the two estimation methods of the indirect contribution were extremely dissimilar. The results of one method were always roughly twice as high as the results of the other. Consequently their results are considered to be as defining an interval for the indirect contribution. Total indirect contribution was on average 2.6-3.4% of GDP in the years 2007-2010. The total indirect contribution also reached its maximum in the year 2010. The aluminium industry’s total contribution to GDP is hence 5.5-6.3% in the years 2007-2010. In 2010 it was approximately 7.7-8.6%.
  The results of this analysis are consistent with a statistical analysis of the total contribution of the fishing industry in Iceland, which is also a base industry. The results are also quite consistent with comparable data from the state of Québec in Canada.

Samþykkt: 
 • 12.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10532


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AnnaGudrun-loka.pdf3.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna