is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10537

Titill: 
 • "Það verður eflaust enginn stjarna í Frankfúrt" : markaðssetning íslenskra þjóðarímynda í tengslum við Bókamessuna í Frankfurt
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Árið 2007 var ákveðið að Ísland yrði heiðursland bókamessunnar í Frankfurt 2011. Þemað sem varð fyrir valinu er Sögueyjan Ísland og stóru kynningar- og markaðssetningarverkefni var hrundið af stað. Í þessari ritgerð beini ég sjónum mínum að því hvaða íslensku þjóðarímyndir eru notaðar í þessu verkefni og hvernig unnið er með þær. Einnig er litið á hverjar viðtökurnar eru í Þýskalandi.
  Ekki var erfitt að koma auga á þær ímyndir sem að helst hefur verið unnið með en það er sagnaarfur miðaldanna, þ.e. Íslendingasögurnar, og sterk tengsl Íslendinga við náttúru landsins. Þessar ímyndir eru bæði hluti af ímynd Íslands erlendis sem og sjálfsímynd Íslendinga og í fyrri hluta ritgerðarinnar skoða ég uppruna þessara ímynda og hversu mikil áhrif ímynd Íslands hefur haft á áhuga Þjóðverja á landinu.
  Heiti ritgerðarinnar vísar í orð Guðbergs Bergssonar en hann hefur ekki mikla trú á því að það sé góður kostur að einblína á þýskan markað þegar kemur að útrás íslenskra bókmennta. En niðurstöður ritgerðarinnar sýna að þvert á móti sé þýskur markaður besti kosturinn fyrir markaðssetningu á íslenskum bókmenntum vegna þeirrar jákvæðu ímyndar sem Ísland og Íslendingar hafa. Í því skoðaði ég það kynningarefni sem að Sögueyjan Ísland hefur komið á framfæri og hvernig ímyndin um bókelsku náttúrubörnin hefur verið notuð til að vekja athygli á íslenskum bókum.
  Í lok ritgerðarinnar fór ég yfir viðtökur í Þýskalandi og þar kom í ljós að of snemmt er að segja til um hve áhrif kynningarstarfs og markaðssetningar Sögueyjunnar Ísland eru í Þýskalandi en þær ímyndir sem unnið hefur verið með í verkefninu hafa vakið athygli þar sem þær eru þekktar fyrir.

Athugasemdir: 
 • Ritgerð til M.A. prófs í menningarfræði við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst
Samþykkt: 
 • 12.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10537


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tilbúin ritgerð (1).pdf1.35 MBLokaður til...20.01.2020HeildartextiPDF