is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10540

Titill: 
 • "Fengið móral kannski mánudag, þriðjudag, miðvikudag..." Rannsókn á viðhorfum til starfsmannaskemmtana
 • Titill er á ensku „Had the blues, possibly Monday, Tuesday, Wednesday...“ A study on views on social related workplace events
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar var að skoða viðhorf til starfsmannaskemmtana frá sjónarhorni umsjónarmanna mannauðsmála og almennra starfsmanna. Leitast var við að fá fram svör um hvað hefði áhrif á mætingu starfsmanna á slíkar skemmtanir, hver væru möguleg áhrif þeirra inn í starfsumhverfið og hvað skipti máli við undirbúning skemmtana svo vel tækist til. Unnið var með fræðilegar heimildir um markmið mannauðsstjórnunar, vinnustaðagleði, vinnustaðavináttu, fjölskylduvæna stefnu og fleiri hugtök sem komu fyrir í niðurstöðum rannsóknarinnar. Rannsakandi studdist þannig við eldri rannsóknir um tengd málefni en lítið var að finna af heimildum um sama málefni og hér er skoðað.
  Tekin voru 10 eigindleg viðtöl, fimm við umsjónarmenn mannauðsmála og fimm við almenna starfsmenn. Viðmælendur störfuðu hjá fimm ólíkum fyrirtækjum en notast var við snjóboltaúrtak við framkvæmd rannsóknarinnar.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að ábyrgð fyrirtækja og starfsmannafélaga á skemmtunum er misjöfn milli fyrirtækja. Þannig bera starfsmannafélög sumstaðar alla ábyrgð á skemmtunum á meðan fyrirtækið sér alfarið um það á öðrum stöðum. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem og eldri rannsókna, benda til þess að stjórnendur fyrirtækja ættu að láta sig málið varða vegna þeirra áhrifa sem orðið geta inn í starfsumhverfi fyrirtækja af starfsmannaskemmtunum. Helstu þættir sem hafa áhrif á mætingu starfsmanna eru andrúmsloft fyrirtækisins, áhugi einstaklingsins, staða í lífinu og eðli skemmtana. Helstu þættir er varða starfsmannaskemmtanir og geta haft áhrif á starfsumhverfið eru óviðeigandi hegðun, nánari kynni milli samstarfsfélaga, samband við maka og einangrun þeirra sem ekki mæta. Þá eru mikilvægustu atriðin við undirbúning á góðri skemmtun gott skipulag, virðing við einkalíf starfsmanna og andrúmsloft vinnustaðarins.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to examine the views towards social related workplace events from the viewpoint of human resource managers and general employees. Answers were sought to questions such as what influences employee attendance at these events, what effects they have on the work environment, and what aspects of planning are important for their success. Theories were utilized on the goals and objectives of human resource management, workplace fun in general, workplace friendships, family friendly policies and other concepts that appeared in the study’s conclusions. In that way the study was supported by older research on similar topics, but research on this study’s topic were few and rare.
  This study includes 10 interviews, five with human resource managers and five with general employees. Interviewees were employed by five different companies and they were selected by snowball sampling.
  Main results are that responsibility for social related workplace events varies between companies and company unions, i.e. some companies organize such events themselves while others leave it to the company union. Also, according to this study and older research, managers should be interested in these workplace events because of the effects they can have on the work environment. The main influences on employee attendance are the workplace atmosphere, the employee’s interest in attending, his status in life, and the nature of the event. Among the main factors related to these events that can influence the workplace environment are inappropriate behavior, close relations between co-workers, effects on spouses and effects on those that do not attend. The most important aspects of successful planning are good design, respect towards employee personal life, and the workplace atmosphere.

Samþykkt: 
 • 13.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10540


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurlaug Jónsdóttir.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna