is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10547

Titill: 
  • Fólksflutningar í hnattvæddum heimi: Mexíkanar í Bandaríkjunum og þverþjóðlegt fjölskyldulíf þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð set ég fram ýmsar kenningar mannfræðinga um hnattvæðingu, fólksflutninga, þverþjóðleika og landamæri og ræði áhrif þessara hugtaka á líf einstaklinga og á samfélög. Kenningarnar máta ég síðan við fólksflutninga Mexíkana til Bandaríkjanna og skýri frá þeim sögulegu ástæðum sem gera það að verkum að erfitt hefur reynst að stöðva þá. Ég fjalla um sögu landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna og hvaða hlutverki þau gegna í þeim gríðarlega straumi fólks sem fer um þau árlega, löglega og ólöglega. Ákvörðun Mexíkana að yfirgefa fjölskyldu sína til þess að leita atvinnu í Bandaríkjunum hefur mikil áhrif á samfélag þeirra, t.d. breyttar hugmyndir um kynjahlutverk inn á heimilunum, breyttar hugmyndir um hjónabönd, og síðast en ekki síst á líðan barna og ungmenna og framgöngu menntunar þeirra. Þessara áhrifa gætir að mestu leyti vegna þeirra sterku þverþjóðlegu tengsla sem brottfluttir Mexíkanar halda við fjölskyldur sínar og heimasamfélög. Börnin líða að mörgu leyti vegna fjarveru foreldra sinna en ávinningurinn af flutningi þeirra til Bandaríkjanna er fjárhagslegt öryggi og öflugt tengslanet sem gagnast börnunum vilji þau komast til Bandaríkjana. Þannig eiga hnattvæðing, þverþjóðleiki og fólksflutningar sér jákvæðar og neikvæðar hliðar fyrir fjölda Mexíkana sem taka beinan þátt í þessum ferlum.

Samþykkt: 
  • 13.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10547


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sandra Björk.BA ritgerð.pdf347.28 kBLokaður til...01.05.2050HeildartextiPDF