is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10549

Titill: 
  • Áhrif stjórnunarhátta á líðan þjónustustarfsmanna í upplýsingatæknifyrirtækjum. Rannsókn á þjónandi forystu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar er fyrst og fremst að skoða þjónandi forystu (servant leadership) innan upplýsingatæknifyrirtækja á Íslandi og líðan þjónustustarfsmanna þessara fyrirtækja. Rannsóknin felur í sér að kanna hvort möguleg tengsl séu milli þjónandi forystu og starfsánægju (job satisfaction) annars vegar og þjónandi forystu og tilfinningalegrar örmögnunar (emotional exhaustion) í starfi hins vegar. Hugmyndafræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar er kenning Robert K. Greenleaf um þjónandi forystu. En hún snýst í megindráttum um að sá sem veitir forystu ætti að þjónusta starfsfólkið, mæta þörfum þeirra og hjálpa þeim að njóta sín í starfi og þroskast. Þetta gerir hann með því að sýna umhyggju, vera til taks og hlusta á starfsfólk sitt. Með þessu móti öðlast leiðtoginn traust og hagur fyrirtækisins og velferð starfsfólksins eykst.
    Rannsóknin sem náði til 94 þjónustustarfsmanna upplýsingatæknifyrirtækja leiddi í ljós að heildarmeðaltal þjónandi forystu reyndist vera 4,46 á skala frá einum uppí sex. Líðan í starfi virtist almennt góð en um 82% þátttakenda voru ánægðir eða mjög ánægðir í starfi og um 76% sýndu enginn, lítil eða miðlungseinkenni um tilfinningalega örmögnun í starfi. Þegar tengsl þjónandi forystu við líðan í starfi voru skoðuð kom í ljós að marktæk tengsl voru bæði milli þjónandi forystu og mikillar starfsánægju og milli þjónandi forystu og lítillar tilfinningalegrar örmögnunar. Þessar niðurstöður gefa vísbendingu um að þjónandi forysta hafi jákvæð áhrif á starfsfólk og líðan þeirra í starfi.

Samþykkt: 
  • 13.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10549


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sólveig_ritgerð.pdf1.72 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna