en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10550

Title: 
 • Title is in Icelandic Arctic Adventures. Markaðssókn og tækifæri
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Höfundur hefur starfað fyrir Arctic Adventures að hluta eða í fullu starfi sem leiðsögumaður síðan árið 2008. Hefur höfundur fengið að sjá frá fyrstu hendi þær breytingar sem orðið hafa síðan stækkun fyrirtækisins hófst. En Arctic Adventures er ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í að bjóða upp á ævintýraferðir, líkt og flúðasiglingar og jöklagöngur. Meginmarkmið skýrslunnar er að athuga hvort mismunandi neyslumynstur sé sýnilegt meðal viðskiptavina Arctic Adventures. Ef ólíkt neyslumynstur finnast meðal viðskiptavina getur Arctic Adventures þá nýtt þær upplýsingar til að búa til markaðssókn eða markhópa . Tvær breytur eru skoðaðar í því ljósi, en það eru þjóðerni og svo ferðirnar sjálfar. Rannsóknarsniðið var megindleg aðferð og sumarið 2011 voru spurningalistar dreifðir til viðskiptavina Arctic Adventures í lok ferðar.
  Áður en ráðist var í rannsókn voru nokkur hugtök skilgreind. Markaðsumhverfi, heildarmarkaðsfærsla, miðuð markaðsfærsla, og þjónustustig. Helstu niðurstöður voru að hægt var að sjá ólíkt neyslumynstur meðal þjóðerna og ferða. Til dæmis var hægt að sjá að sum þjóðerni sækjast frekar í ákveðna tegund af ferðum meðan önnur þjóðerni sækjast í aðrar ferðir. Hægt var að sjá einnig að bókun gat verið ólík meðal ferða, hér er þó um mat höfundar á niðurstöðum að ræða.
  Skýrslunni er ætlað að vera uppflettirit fyrir eigendur Arctic Adventures svo að þeir geti út frá þeirra eigin reynslu og hugmyndum búið til markaðssókn og/eða markhópa fyrir fyrirtæki sitt. Tekið skal fram að hlutdrægnin kemur inn hjá höfundi þar sem hann er starfsmaður Arctic Adventures og getur það haft áhrif á niðurstöður rannsóknar.

Accepted: 
 • Jan 13, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10550


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Astvaldur Helgi.pdf1.55 MBOpenHeildartextiPDFView/Open