Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10553
Í ritgerðinni eru mismunandi sjónarhorn í femínískum fræðum notuð til þess að varpa ljósi á mikilvægi framakvenna og hindranir sem þær standa frammi fyrir. Sjónum er sérstaklega beint að íslensku samfélagi. Hér eru lagaleg réttindi kvenna sterk, í stjórnmálum hefur fjöldi kvenna aldrei verið meiri og breytingar á hlutafélagalögum sem kveða á um hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja sýna að full ástæða er til að gleðjast yfir árangri í jafnréttismálum á Íslandi. Þegar betur er að gáð er kynjamisvægi engu að síður djúpstætt í samfélagskerfinu og ósýnileg öfl til staðar sem hindra að konur og karlar standi jafnfætis í raun og veru. Ritgerðin er skrifuð með það að markmiði að sýna hversu mikilvægt það er að sofna ekki á verðinum gagnvart þeim hindrunum sem konur á framabraut standa andspænis í umhverfi þar sem háværar raddir eru á lofti um að nú sé jafnréttið í höfn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
KAK_BA_Lokaverkefni.pdf | 308.3 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |