is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10555

Titill: 
  • Hagfræði og siðfræði: Eiga fræðigreinarnar samleið?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Hagfræðin sækir að hluta til uppruna sinn til siðfræðinnar og ef litið er yfir söguna þarf ekki að leita langt til að sjá að siðferðilegur hugsunarháttur var hagfræðinni oft á tíðum samofinn. Í dag heyrir það hinsvegar til undantekningar að tekið sé tillit til siðfræðinnar í hagfræðigreiningum. Flestir hagfræðingar eru á því máli að þessi þróun sé æskileg en þó má heyra fáar en háværar raddir meðal hagfræðinga sem eru á öndverðu meiði. Amartya Sen, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði er þar í fararbroddi. Í ritgerð þessari verður skoðað hvort hægt sé að renna stoðum undir þá skoðun að siðfræði eigi samleið með hagfræði og að hún geti orðið henni til framdráttar. Skýrt verður frá því hvernig siðfræðin var nokkrum af þekktustu hagfræðingum sögunnar hugleikin er þeir lögðu stund á hagfræði en þar koma við sögu Adam Smith, Thomas Malthus og Alfred Marshall. Þá verður skoðað hvort hagfræði geti sannanlega talist hlutlaus fræðigrein og hvort hagfræðingar ættu að taka tillit til lokarmarkmiða í greiningum sínum eða ekki. Greint verður frá þeim vandkvæðum sem fylgja skilgreiningu hagfræðinnar á velferðarhugtakinu og því að nota landsframleiðslu sem mælikvarða á velferð. Líkanið af hinum skynsama neytanda verður tekið fyrir og skoðað hvort mögulegt sé að gera grein fyrir siðferðilegri valröðun (e. moral preferences) í líkaninu. Amartya Sen verður rauður þráður í ritgerðinni og skýrt verður sérstaklega frá einu merkasta framlagi hans til velferðarhagfræðinnar sem er færnisaðferðin svokallaða (e. capability approach). Það er von mín að þessi ritgerð verði til þess að fleiri hagfræðingar skoði þann kost að taka tillit til siðfræðinnar í hagfræðigreiningum sínum þar sem það gæti gert innihald þeirra ríkulegra en ella.

Samþykkt: 
  • 13.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10555


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hagfræði og siðfræði.pdf599.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna