en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10556

Title: 
  • Title is in Icelandic Hagur af góðu: Skilvirk þróunaraðstoð og markaðslegur ávinningur af samfélagsábyrgð
Submitted: 
  • January 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Lengi hefur verið deilt um skilvirkni þróunaraðstoðar en árangurinn er samt sem áður ótvíræður, þróunaraðstoð í vil. Í þessari ritgerð verður skilvirkni þróunaraðstoðar skoðuð út frá hagvexti og framleiðsluþáttum. Gögnin benda til þess að fjárfesting í mannauði sé stærsti grunnurinn að heildarframleiðni og þannig hagvexti. Þróunaraðstoð til mannauðseflingar gæti haft jákvæð langtíma áhrif á hagvöxt miðað við þau gögn sem liggja fyrir um málið. Aðallega, vegna áhrifa þess á einstaklinginn sjálfan þar sem rannsóknir benda til þess að aukin menntun getur aukið tekjur umtalsvert. Aukin menntun mannauðs í heild er svo talin auka framleiðni þjóðar og þannig hagvöxt til langtíma. Fyrirtæki geta spilað stórt hlutverk í þróunarmálum með því að fjárfesta í mannauði. Rannsóknir virðast benda til þess að það sé markaðslegur ávinningur af samfélaglegri ábyrgð fyrirtækja. Talið er að eftirspurn meðal neytenda gagnvart samfélagslegri ábyrgð hafi aukist. Kannanir sýna jafnframt að almenningi þykir þróunaraðstoð stöðugt mikilvægari og aðstoð til menntunareflingar sérstaklega mikilvæg. Vegna þessar eftirspurnar meðal neytenda geta fyrirtæki séð sér hugsanlegan hag af því að taka þátt í þróunaraðstoð. Þróunarsamvinnustofnanir víða um heim eru að vinna í því að virkja fyrirtæki í þróunarmálum og má sjá frá núverandi dæmum hvernig stofnanir og fyrirtæki geta unnið saman að þróunarmarkmiðum í menntun.

Accepted: 
  • Jan 13, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10556


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS.pdf516.01 kBOpenHeildartextiPDFView/Open