is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10559

Titill: 
  • Kostnaðarvirknigreining á skipulagðri hópleit að blöðruhálskirtilskrabbameini
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbamein meðal karlmanna á Íslandi og meðal algengustu krabbameina í heiminum. Blöðruhálskirtilskrabbamein er mjög hægfara og deyja menn oft úr öðrum sjúkdómum áður en krabbameinið fer að valda þeim vandkvæðum. Einkenna blöðruhálskirtilskrabbameins verður oft ekki vart á frumstigum þess og jafnvel ekki fyrr en það hefur dreift sér út fyrir blöðruhálskirtilshýðið.
    Aðferðafræði: Til að kanna hagkvæmni skipulegrar hópleitar fyrir blöðruhálskirtils-krabbameini er notast við kostnaðarvirknihlutfallið (ICER, Incremental cost-effectiveness ratio), þar sem kostnaðarvirkni skipulegu hópleitarinnar er reiknuð sem umfram sparnaður á hvert viðbótarlíf og viðbótarlífár. Tölur sem notast er við í þessari rannsókn koma m.a. frá Sjúkratryggingum Íslands, Lyfjaverðskrá, DRG verðskrá Landspítalans, Krabbameinsskrá og Hagstofu Íslands. Miðað er við að karlmenn á aldrinum 50-70 ára mæti í skipulegu hópleitina og er áætlaður afvöxtunarstuðull 3%. Næmisgreining er gerð með hliðsjón af kostnaði boðunarbréfa, meðferðarkostnaði, lyfjakostnaði, afvöxtun, breytingu á verðlagsári, framleiðslutapi og 50% færri karlmenn greinast í skipulegu hópleitinni.
    Niðurstöður: Heildarkostnaður vegna skipulegu hópleitarinnar hjá karlmönnum á aldrinum 50-70 ára er 1.484.097.924 kr. en heildarkostnaður vegna klínísku leitarinnar er 523.720.990 kr. Umframkostnaður vegna þeirrar fyrrnefndu er því 960.376.934 kr. Miðað við fólksfjölda ársins 2011 er skipulega hópleitin að bjarga 12,1 viðbótarlífum og 123,8 viðbótarlífárum. Kostnaður vegna hvers viðbótarlífs er því 79.369.995 kr. sem hægt væri að bjarga með skipulegu hópleitinni og 7.757.487 kr. vegna hvers viðbótarlífárs. Skipuleg hópleit er því kostnaðarhagkvæm ef miðað er við kostnaðarviðmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO, World Health Organization) en ekki ef miðað er við kostnaðarviðmið bresku stofnunarinnar NICE (National Institute for Health and Clinical Excellence).
    Efnisorð: Kostnaðarvirknigreining, Blöðruhálskirtilskrabbamein

Samþykkt: 
  • 13.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10559


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
(Oddný MS ritgerð).pdf570.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna