is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10563

Titill: 
 • Náttúruvörur. Möguleikar SagaMedica með íslensku náttúruvöruna SagaPro á Bretlandsmarkaði
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða stöðu náttúruvara í heiminum í dag og skoða hvaða möguleika íslenska náttúruvaran SagaPro, sem SagaMedica framleiðir, hefur á Bretlandsmarkaði.
  Fjallað er um kenningar um alþjóðavæðingu fyrirtækja og inngönguleiðir þeirra á erlenda markaði. Sérstaklega er fjallað um alþjóðavæðingu og inngönguleiðir lítilla og meðalstórra fyrirtækja og Born Global fyrirtækja. Skoðað er hvernig staða náttúruvara er í hverri heimsálfu fyrir sig en þó verður mest áhersla lögð á að skoða markaðinn í Evrópu og í Bretlandi.
  Framkvæmd var skrifborðsrannsókn þar sem fyrirliggjandi gögn voru skoðuð og PESTLE líkanið og fimm krafta líkan Porters voru nýtt til að greina Bretlandsmarkað. Eigindlegar aðferðir voru einnig notaðar og tekin viðtöl við aðila sem hafa innsýn í náttúruvörumarkaðinn í Bretlandi.
  Niðurstöður eru á þá leið að náttúruvörumarkaðurinn í heiminum er í vexti og í Bretlandi er hann að ganga í gegnum miklar breytingar í kjölfar nýrra laga sem skapar ákveðin tækifæri. SagaMedica, sem telst vera lítið og meðalstórt fyrirtæki frekar en Born Global fyrirtæki, ætti að byrja á útflutningi til lítillar heilsuvörukeðju á stór London svæðinu. En náttúruvörumarkaðurinn í Bretlandi er erfiður og samkeppnin mikil með mörgum litlum þátttakendum á markaðnum. Hins vegar hefur SagaPro rannsóknir á bak við sig sem ættu að veita vörunni dálítið samkeppnisforskot.

 • Útdráttur er á ensku

  The main goal of this thesis is to examine the world market for herbal products today and look into the possibilities for SagaPro, an Icelandic herbal product that the Icelandic firm, SagaMedica is producing, on the British market.
  Theories on internationalization of firms will be discussed as well as entry modes on foreign markets. Special emphasis will be placed on discussing internationalization and entry modes for small and medium sized firms and Born Global firms.
  The herbal product market in each continent will be looked at but the European market and the British market will receive greater attention than other parts of the world.
  A desk research was conducted to collect secondary data in order to use a PESTLE analysis and Porter´s five forces model to examine the British market. Quantitative methods were also used to gather further information and interviews were conducted with people in Britain.
  The main conclusion is that the herbal product market in the world is growing and the market in Britain is going through a transition because of a new legislation and that is creating opportunities. SagaMedica, which is a small and medium sized firm rather than a Born Global firm, should start with export to a small health product chain in the greater London area. But competition on the herbal product market in Britain is great with many small participants on the market. On the other hand SagaPro has gone through research with good results that should give it a little competitive advantage.

Samþykkt: 
 • 13.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10563


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hekla Gunnarsdóttir.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Lokað til 1.5. 2012. Á eftir að fá staðfestingu frá SagaMedica um að þeirra vegna sé í lagi að birta heildartextann.