en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10565

Title: 
 • Title is in Icelandic Stjórnendur og innleiðing breytinga: Samspil tengsla við starfsfólk og valds
 • Managers & the Implementation of Change. The Interplay of Person-Oriented behavior & Power
Submitted: 
 • January 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Breytingar í skipulagsheildum hafa verið töluvert rannsakaðar og árangur innleiðingar þeirra er ekki síst rakinn til stjórnenda. Fræðilegur grunnur þessarar rannsóknar byggist á nokkrum stoðum. Við hagnýtar kenningar um innleiðingu breytinga er tvinnað saman atferliskenningum um leiðtogann. Í þeim er gert ráð fyrir að leiðtoginn leggi annaðhvort áherslu á tengsl við starfsfólk eða verkefnin. Hvað varðar áherslur leiðtoga á verkefnin er litið til ýmissa kenninga um vald og hvernig hægt er að tengja þær framkvæmd verkefna. Að lokum er sjónum beint að umfjöllun um þversagnir í skipulagsheildum, í þeim tilgangi að finna leið til að líta á þær tvær hliðar atferlis sem til umfjöllunar eru samtímis.
  Rannsóknin fór fram með níu eigindlegum viðtölum við reynslumikla stjórnendur. Aðferðum grundaðrar kenningar var beitt við greiningu viðtala.
  Helstu niðurstöður um áhrif tengsla stjórnenda við starfsfólk við innleiðingu breytinga gefa til kynna að upplýsingagjöf sé mikilvæg. Þar skiptir tvíhliða upplýsingagjöf máli, það er að stjórnendur upplýsi um stóru myndina en leiti jafnframt eftir framlagi starfsfólks um ýmsa minni þætti sem skipta starfsfólk töluverðu máli. Þegar litið er til áhrifa valda í tengslum við innleiðingu breytinga kemur í ljós að sá þáttur hefur töluvert vægi við innleiðingu og hafa fræðimenn vanrækt að skoða þessa hlið breytinga. Skipuritið er helsta uppspretta valds en einnig var sérfræðiþekking áberandi og lýsti hún sér einkum í togstreitu milli stjórnenda og sérfræðinga. Þá virðist myndun bandalags við breytingar í mörgum tilvikum mikilvægur þáttur við að stuðla að framgangi innleiðingar. Einnig komu fram vísbendingar um sérstakan þátt nýliða í bandalögum þar sem auðveldara virðist vera að ná til þeirra en til dæmis sérfræðinga. Kenningar um þversagnir í skipulagsheildum, sérstaklega hvað varðar sveigjanleika og stjórn þegar kemur að innleiðingu breytinga, gáfu til kynna að þátttaka fælist í sumum tilvikum í jákvæðu viðhorfi til breytinga. Áhugavert er að rannsaka þversagnir í skipulagsheildum frekar þar sem ætla má að með því sjónarhorni sé betur tekið tillit til flókins margbreytileika sem í innleiðingu breytinga felst.

Accepted: 
 • Jan 13, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10565


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
GuðrúnP Ólafsdóttir2012.pdf866.35 kBOpenHeildartextiPDFView/Open