is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10568

Titill: 
 • Vörumerkjarýni þarfasta þjónsins í Þýskalandi
 • Titill er á ensku Brand audit of the Icelandic horse in Germany
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útflutningur íslenska hestsins á undir högg að sækja. Þar vegur þungt að erlendir aðilar eru orðnir ötulir ræktendur og eru Þjóðverjar þar stórtækastir. Ef snúa á þeirri þróun við er nauðsynlegt að íslenskir útflytjendur íslenska hestsins grípi til aðgerða varðandi markaðsfærslu hans. Áður en farið er í slíkar aðgerðir er nauðsynlegt að kanna stöðu íslenska hestsins í Þýskalandi. Í þessari ritgerð er tekist á við það viðfangsefni, nánar tiltekið vörumerkjarýni. Notast var við bæði eigindlega og megindlega rannsókn.
  Tilgangur eigindlegu rannsóknarinnar var að athuga hvernig íslenskir ræktendur íslenska hestsins hafa staðið að uppbyggingu vörumerkjavirðis hans í Þýskalandi síðastliðin þrjú ár. Rannsóknin leiddi í ljós að mörgu er ábótavant í þeim efnum og hægt er að bæta markaðsfærslu íslenska hestsins. Með því að skilgreina markhópa sem hafa mismunandi þarfir og langanir er hægt að bæta sérhæfingu útflytjendanna og stuðla þannig að meiri velgengni. Einnig ætti að nota aðgreiningar- og sameiginlega þætti við markaðsfærslu íslenskrar ræktunar.
  Tilgangur megindlegu rannsóknarinnar var tvíþættur. Í fyrsta lagi var markmiðið að athuga hver er vitund íslenskra ræktenda í samanburði við þýska ræktendur íslenska hestsins og í öðru lagi að athuga hver er ímynd íslenska hestsins sem er ræktaður hérlendis í samaburði við íslenskan hest sem er ræktaður í Þýskalandi.
  Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar er það mat höfundar að markaðssetja eigi íslenska ræktun sem gæðavöru og í framhaldi af því eigi að endurskoða verðlagningu hestsins. Einnig sýndu niðurstöðurnar að vitund íslenska útflytjenda er mjög lítil. Mikilvægt er að útflytjendur bæti úr því með því að gera sig sýnilega í Þýskalandi með því að nýta betur þá viðburði sem tengjast íslenska hestinum, nota tengingu við upprunaland og ábekinga. Í kjölfarið er hægt að byggja upp æskilega ímynd. Hvað staðfærsluna varðar telur höfundur að nauðsynlegt sé að endurstaðfæra íslenska ræktun og tengja hana við aðgreiningarþættina; frelsi, náttúru, styrkleika, stolt, anda og liti.

 • Útdráttur er á ensku

  Export of the Icelandic horse is at a challenging juncture. This is particularly the case at the present because foreign breeders have become more adept at breeding, especially the Germans, who are proving very effective breeders. To change this it will be necessary for Icelandic exporters to market the Icelandic horse far more effectively. Before launching such an initiative it is necessary to find out what is the position of the Icelandic horse in Germany. This thesis addresses the issue, i.e. a brand audit was performed. Both qualitative and quantitative researches were used.
  The objective of the qualitative research was to examine how Icelandic exporters have tried to build the Icelandic horse’s brand equity in Germany for the past three years. The research revealed that significant improvements are needed and it is possible to greatly improve the marketing of the Icelandic horse. By defining target groups that have different needs and wants it is possible to improve the inherent advantage of the Icelandic exporters and thus contribute to greater marketing success. It is also important to use points of parity and points of difference in all marketing actions.
  The objective of the quantitative research was twofold. The first goal was to examine how much awareness Icelandic exporters have compared to German breeders. The second goal was to examine what is the image of an Icelandic horse, in Iceland, compared to the image of an Icelandic horse, in Germany.
  Based on the results it is the author’s view that the Icelandic horse should be marketed as a luxury item and therefor it will be necessary to reconsider its price. Additionally, research showed that the Icelandic exporters are lacking awareness of these issues and therefore it will be important that they be more visible in Germany by leveraging secondary brand, i.e. using events involving the Icelandic horse, connecting the Icelandic horse to its country of origin and using endorsements. By increasing the awareness of the Icelandic horse breeding it is possible to create a far more desirable image of the breed. It is the author’s opinion that it is necessary to reposition Icelandic horse breeding and connect it to the points of difference factors; freedom, nature, sturdiness, pride, spirit and colors.

Samþykkt: 
 • 13.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10568


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vörumerkjarýni þarfasta þjónsins í Þýskalandi.pdf1.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna