en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10571

Title: 
  • Title is in Icelandic Hugsanleg áhrif á íslensk sveitarfélög vegna inngöngu í Evrópusambandið
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Viðfangsefnið í þessari ritgerð er byggðastefna Evrópusambandsins og möguleg áhrif á íslensk sveitarfélög vegna inngöngu í Evrópusambandið. Finnland var sérstaklega skoðað og þá helst þær breytingar sem urðu á sveitarstjórnarstiginu þar í landi þegar Finnland gekk í ESB. Þetta er gert til þess að skerpa á þeim áhrifum sem íslensk sveitarfélög gætu mögulega orðið fyrir ef Íslendingar samþykkja aðildarsamning landsins við Evrópusambandið. Niðurstaðan í þessari ritgerð er sú að íslensk sveitarfélög yrðu fyrir áhrifum ef til inngöngu í ESB kæmi. Þetta yrðu þó að flestu leyti jákvæð áhrif þar sem stjórnsýslan yrði sjálfstæðari og alþjóðlegri. Sveitarfélög myndu einnig fá þátttökurétt í ákvarðanatökum í málefnum sveitarfélaga sem nú þegar hefur mikil áhrif á starf þeirra. Sveitarfélögin myndu fá aðgang að byggðasjóðum Evrópusambandsins og ættu þannig auðveldara með að fjármagna verkefni á sviði atvinnusköpunar og uppbyggingar á sínu svæði.

Accepted: 
  • Jan 13, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10571


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA_VW.pdf668.02 kBOpenHeildartextiPDFView/Open