is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10572

Titill: 
  • Lifandi höfundur: Nýlistasafnið, höfundarvirkni og menningarlegt vald
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Nýlistasafnið var stofnað árið 1978 vegna óánægju myndlistarmanna með starfsemi Listasafns Íslands og innkaupa safnaráðs. Tilurð Nýlistasafnsins er viðbragð við opinberri listastefnu og gerir Nýlistasafnið tilkall til menningarlegs valds af hendi listasafns þjóðarinnar. Stofnun Nýlistasafnsins er andóf gegn viðteknum venjum í virkni listasafna. Andóf sem afhjúpar uppbyggingu og framleiðslu listasafna sem gildishlaðna merkingarsköpun. Í þessari ritgerð er sjónum beint að sögu Nýlistasafnsins frá stofnun til ársins 2011 og ljósi varpað á margbreytilega ferla og aðgerðir sem fylgja ákvarðanatöku safns um eigin framtíð. Sögu safnsins er gerð skil út frá kenningunni að söfn séu höfundar. Höfundarvirkni safna er niðurstaða flókinna ferla sem teygja anga sína í margar áttir. Með beitingu höfundarhugtaksins í rannsókn á sögu Nýlistasafnsins var hægt að rekja þessa ferla og gera skýrari grein fyrir tilgangi þeirra og virkni. Opin orðræða og örar breytingar setja svip sinn á Nýlistasafnið sem höfund. Safnið hefur reglulega tekist á við hefðbundin sjónarmið en hverfur aldrei langt frá þeim. Nýlistasafnið er höfundur sem býr til röklega heild úr flóknum aðgerðum sem takast á í virku valdatafli hugmynda, fyrirætlana og hagsmuna.
    Rannsóknin leiddi einnig í ljós valdatafl sem á sér stað við mótun höfundarvirkni safna almennt. Söfn eru höfundar sem búa til flóknar samsetningar sem móta framtíð safna. Söfn eru höfundar einmitt vegna þess að þau takast á við áskoranir og togstreitu viðtekinna venja og nýjunga.

Samþykkt: 
  • 13.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10572


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bergsveinnth-MaRitg-2012.pdf444.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna