is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10574

Titill: 
  • Áfallastjórunun innan íslensku stjórnsýslunnar: Koma nítján Vítisengla til Íslands árið 2002
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um áfallastjórnun innan íslensku stjórnsýslunnar, greiningu á ákveðnu áfalli og æskilegar leiðir stjórnsýslunnar að takast á við áföll innan starfsemi hennar. Um tilviksathugun á áfalli er að ræða þar sem þar er greint er og lögð sérstök áhersla á viðbúnað, ákvarðanatöku, upplýsingamiðlun og lærdóm á sviði áfallastjórnunar innan íslensku stjórnsýslunnar og öryggisstofnunum hennar. Einnig geri ég þó grein fyrir nokkrum grunnhutökum stjórnmálafræðinnar sem undirstrika mikilvægi áfallsins fyrir almannahag og ber saman áfallið sem fjallað er um í þessari ritgerð við svipuð áföll í hinum Norðurlöndunum og til að draga fram lærdóm sem íslenska stjórnsýslan læri af þeim eða lærði ekki af þeim. Studdist ég við við aðferðarfræði-og leiðbeiningabæklinginn: A Guide to Doing Comperative Case Studies, Maxwell Style sem framleiddur er af Maxwell School of Syracuse University, höfundar hennar eru Margaret G. Hermann, Bruce, W. Dayton og Lina Svedin. Maxwell leiðbeiningabæklingurinn er byggður á CRISMART aðferðafræðinni sem á rætur sínar að rekja til teymis sænskra sérfræðinga í áfallastjórnun þeirra Sundelius og Stern. Tilviksathugunin sem greind verður í þessari ritgerð fjallar um komu nítján danskra vítisengla til landsins árið 2002 og viðbrögð íslensku stjórnsýslunnar við því áfalli og dreg ég niðurstöður mínar úr þeim þemum sem ég greindi varðandi áfallastjórnun íslensku stjórnsýslunnar á áfallinu, þau þemu eru: viðbúnaður, ákvarðanataka, upplýsingamiðlun, togstreita og lærdómur íslensku stjórnsýslunnar.
    Niðurstöður mínar eru að ákveðin vöntun hafi verið innan íslensku stjórnsýslunnar stofnanalega-, lagalega-og framkvæmdalega séð til þess að takast skilvirkilega á við skipulagða glæpastarfsemi. Sérstök öryggisstofnun eða glæpavarnarráð í samræmi við það stofnanaumhverfi sem fæst við skipulagða glæpastarfsemi í hinum Norðurlöndunum til leggja mat á og koma með aðgerðaráætlanir á skipulagðri glæpastarfsemi á við starfsemi Vítisenglanna var ekki fyrir hendi. Lagalegar heimildir (forvirkar rannsóknarheimildir) til þess að auðvelda lögreglunnu rannsóknir á skipulagðri glæpastarfsemi voru ekki til staðar sem hindrar lögregluna í framkvæmd bæði þekkingarlega séð á vandamálinu sem og til þess að stöðva það að afbrot sé framið.
    Einnig eru það niðurstöður mínar að lærdómur íslensku stjórnsýslunnar frá hinum Norðurlöndunum hafi tekið alltof langan tíma og þau hafi vanrækt það að gera sér grein fyrir þeirri þróun vélhjólagengja sem átti sér stað þar og að líklegt væri að þessi þróun myndi einnig eiga sér stað hér á landi og vanrækti hún það að notfæra sér þann lærdóm sem hún hefði getað dregið af þeirri þróun sem og viðbrögðum stjórnsýslna hinna Norðurlandanna.

Samþykkt: 
  • 13.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10574


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SunnaDidriksdottirbapdf.pdf860.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna