en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10577

Title: 
 • Title is in Icelandic Hlutverk mannauðsstjórnunar í rekstri söluvers
Submitted: 
 • February 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Háskólasamfélagið býr til þekkingu sem er virðisaukandi fyrir atvinnulífið. Þeir fræðingar sem starfa innan ramma mannauðsstjórnunar vita það líklega meira en aðrir þar sem fræðigreinin snýst sérstaklega um hvernig eigi að nýta hæfni starfsmanna til að mynda samkeppnisforskot.
  Viðfangsefni ritgerðar þessarar er tvíþætt. Annars vegar verður kannað nánar hvernig mannauðsstjórinn nær að skapa vinnuveitanda sínum virðisauka. Seinna markmið verkefnisins er að kanna möguleika á nálgun mannauðsstjórnunar á starfsemi söluvers út frá rekstrarforsendum þess.
  Við framkvæmd rannsóknar kom í ljós að þýði söluvera á Íslandi eru óþekkt breyta sem hefur skekkjumyndandi áhrif hvort sem framkvæmd yrði eigindleg eða megindleg rannsókn. Þar sem ekki fundust sambærilegar samanburðarrannsóknir á starfsemi söluvera og fyrirfram búist við ákveðinni skekkju óháð aðferðafræði var ákveðið að beitt skyldi eigindlegri rannsókn til að auka dýpt viðtala sem frekari rannsóknir gætu byggt á.
  Helstu niðurstöður fyrri rannsóknarspurningar eru að starfslýsing er grundvöllur árangurs í framkvæmd mannauðsstjórnunar því hún nær til ráðninga, árangursmats og þjálfunar. Við svörun seinni rannsóknarspurningar er ljóst að fámenni fyrirtækisins og verkefnastaða þess hindrar möguleika á sérstöku stoðsviði eins og mannauðsstjórnun er. Það er þó ekki þar með sagt að mannauðsstjórnun hafi ekkert að gera í hinu smáa fyrirtæki, það verður bara að gera ráð fyrir að stjórnendur sjái um þessi verkefni án stuðnings stoðsvið mannauðsstjórnunar.
  Lykilhugtök ritgerðar eru: mannauðsstjórnun, vinnumarkaður, starfslýsing, ráðningar, árangursmat og söluver

Accepted: 
 • Jan 13, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10577


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
mshrmtas.pdf1.53 MBOpenMeginmálPDFView/Open