is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10578

Titill: 
  • Staða kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Þróun og horfur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni verkefnisins er að draga upp heildstæða mynd af íslenskum konum á vinnumarkaði og skoða hvernig staða kvenna á vinnumarkaðnum hefur þróast.
    Ritgerðin, staða kvenna á íslenskum vinnumarkaði, gefur góða innsýn og skýra heildarmynd af vinnumarkaði kvenna. Hér er fjallað á heildstæðan hátt um þróun á atvinnuþátttöku kvenna, menntunar og atvinnuleysis þeirra ásamt því að hlutur þeirra í stjórnum fyrirtækja er skoðaður. Í ritgerðinni er varpað ljósi á hvernig samspil ýmissa þátta eins og menntunar, réttinda og breytinga í samfélaginu hefur áhrif á þróun atvinnuþátttöku kvenna. Afleiðingar efnahagshrunsins á atvinnuþátttöku kvenna eru fléttaðar inn í umfjöllunina og skoðað hvar konur standa í atvinnulífinu í dag. Auk þess verður hér gerð tilraun til að leggja mat á hvernig staða kvenna á vinnumarkaði muni þróast í komandi framtíð.
    Helstu niðurstöður verkefnisins eru þær að mikill uppgangur hefur verið á vinnumarkaði kvenna hér á landi. Frá því að konur stigu sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum hefur vöxturinn verið stöðugur en hægur. Samhliða aukinni atvinnuþátttöku hafa ýmsar breytingar orðið í þjóðfélaginu sem hafa ýtt undir atvinnuþátttöku kvenna og eru þær orðnar gildandi vinnuafl í dag. Í kjölfar aukinnar menntunar hafa konur sótt í fjölbreyttari störf á vinnumarkaðnum. Einnig hafa hlutastörf gert konum auðveldara fyrir að vera á vinnumarkaðnum þar sem margar rannsóknir hafa sýnt að konur sinna börnum og gegna heimilisstörfum í mun ríkara mæli en karlar. Þær hafa einnig sótt í æðri störf og stjórnir fyrirtækja í ríkara mæli en áður og á næstu árum mætti búast við enn frekari framgangi kvenna á því sviði, sérstaklega með nýlegri lagasetningu um jafnan hlut kynja í stjórnum fyrirtækja. Efnahagshrunið og þær þrengingar sem hafa orðið á vinnumarkaðnum virðast hafa gefið konum aukið tækifæri á vinnumarkaðnum. Aftur á móti benda nýjustu tölur til þess að atvinnuleysi meðal kvenna geti verið að aukast og þar af leiðandi séu áhrif frá efnahagskreppunni farin að gera vart við sig á vinnumarkaði kvenna. Í þessu samhengi er áhugavert að skoða hvort efnahagskreppan muni marka nýtt upphaf og skapa ný tækifæri fyrir konur?

Samþykkt: 
  • 13.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10578


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Staða kvenna á íslenskum vinnumarkaði.pdf1.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna