is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10579

Titill: 
  • Staða stærstu sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi á árunum 2005-2010: Þróun helstu fjárhagsstærða á tímabilinu
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að meta þróun helstu fjárhagsstærða stærstu sjávarútvegs-fyrirtækja á Íslandi á árunum 2005-2010 með það aðalmarkmið að meta áhrif bankahrunsins 2008 á rekstur þeirra. Úrtakið var 32 stærstu sjávarútvegfyrirtækin á Íslandi með tilliti til úthlutaðra aflaheimilda en þau eru með 76% af úthlutuðum aflaheimildum. Þar sem aðeins fáein fyrirtæki höfðu skilað ársreikningi fyrir árið 2010 voru þeir fengnir beint frá stjórnendum sjávarútvegsfyrirtækja í úrtakinu. Niðurstaðan varð sú að mögulegt var að greina ársreikninga 18 sjávarútvegsfyrirtækja fyrir tímabilið 2005-2010. Skoðaðar voru eignir, skuldir, eigið fé, greiðsluhæfi og fjármagnsvogun ásamt tekjum og arðsemi. Teknar voru saman helstu fjárhagsstærðir og skoðuð þróun þeirra, dreifing og ýmis hlutföll. Einnig var gerð frjáls sjóðstreymisgreining fyrir hvert sjávarútvegsfyrirtæki á tímabilinu 2006-2010.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að frjálst sjóðstreymi til fyrirtækis hefur aldrei verið eins sterkt og eftir gengisfall og efnahagshrun en að sama skapi var frjálst sjóðstreymi lakast árið 2007. Arðsemi rekstrarfjármuna var því með besta móti 2008-2010. Meðaltalið var á bilinu 16-22%. Lægsta meðaltalið er árið 2007 eða 11%. Miðgildi arðsemi rekstrarfjármuna voru á bilinu 8-10% og lægstu gildin á árunum 2006-2007. Miðgildi EBITDA framlegðar er einnig lægst á árunum 2005 og 2007 en hæstu gildin eru eftir efnahagshrun þrátt fyrir hækkandi kostnað á tímabilinu. Rekstrarhagnaður eftir skatt er með hæstu gildin árin 2008-2010. Minnstur er rekstrarhagnaður eftir skatt á árunum 2005 og 2007 og er hlutfall rekstrarhagnaðar á móti rekstrartekjum einnig lægst árin fyrir efnahagshrun. Miðað við niðurstöður hefur kjarnastarfsemi sjávarútvegs aldrei gengið eins vel og eftir hrun. Hér sést vel hve hátt raungengi krónunnar á árunum fyrir 2008 dró úr arðsemi íslenskra fyrirtækja og jafnframt hve mikill viðsnúningur hefur orðið á síðustu þremur árum. Tímabilið einkennist af tvennum öfgum sem segir töluvert um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja í mismunandi efnahagsumhverfi. Þegar helstu fjárhagsstærðir eru skoðaðar í samanburði við fjárhagsstærðir rekstrarfélaga í Kauphöll Íslands bendir það til að mun meiri arðsemi sé af kjarnastarfsemi sjávarútvegsfyrirtækja en annarri starfsemi, einnig á tímum sterkrar krónu og hærra raungengis.

Samþykkt: 
  • 13.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10579


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrund Einardóttir.pdf1.99 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna