is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1058

Titill: 
  • Þróun, skipulagning og markaðsseting á nýju vefsvæði : unnið í samstarfi við Bláa lónið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Síðustu ár hefur heimasíðum fjölgað mikið, þó að mesta veraldarvefstískan sé yfirstaðin. Sala á netinu hefur þó aukist en hún hefur auðveldað mikið fyrir þeim fyrirtækjum og viðskiptavinum þeirra sem tileinka sér þessa viðskiptaleið.
    Í þessari skýrslu kemur fram hvernig hægt er að markaðssetja á netinu.
    Byrjað er á að fjalla almennt um markaðsfræði en því næst er talað um markaðsfræði á netinu.
    Hægt er að líta á heimasíðu sem starfsmann sem hægt er að leita upplýsinga til og kaupa þjónustu af 24 klukkutíma sólahringsins alla daga ársins.
    Til samanburðar er tekið fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Bláa Lónið hf sem nýtir sér þá miklu möguleika sem veraldavefurinn gefur því. Með sölu á netinu getur fyrirtækið þjónustað þá gesti sem heimsækja það en stoppa hér á landi í stuttan tíma.
    Til eru margskonar aðferðir í markaðssetningu á netinu og ekki víst að sú sem hentar Bláa Lóninu muni henta öðrum. Því eru allar upplýsingar unnar með þetta umrædda fyrirtæki í huga.
    Helstu leiðir fyrir þetta umrædda fyrirtæki eru teknar fyrir en þær eru: Markaðssetning innan veggja fyrirtækisins, fjölgun fólks á póstlistanum og síðan að setja upp auglýsingaborða á ákveðnum heimasíðum.
    Lykilorð:
    Markaðssetning, heimasíða, Bláa Lónið, veraldavefurinn og þróun.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2002
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1058


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
nyttvefsvaedi.pdf612,31 kBTakmarkaðurÞróun, skipulagning og markaðsseting á nýju vefsvæði - heildPDF
nyttvefsvaedi_e.pdf146,19 kBOpinnÞróun, skipulagning og markaðsseting á nýju vefsvæði - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
nyttvefsvaedi_h.pdf115,11 kBOpinnÞróun, skipulagning og markaðsseting á nýju vefsvæði - heimildaskráPDFSkoða/Opna
nyttvefsvaedi_u.pdf111,86 kBOpinnÞróun, skipulagning og markaðsseting á nýju vefsvæði - útdrátturPDFSkoða/Opna