Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10581
Ritgerðin fjallar um rannsókn sem gerð var meðal starfsfólks fræðasviða Háskóla Íslands. Markmiðið var að kanna vægi þjónandi forystu og starfsánægju á sviðunum og hvort munur væri á hvoru tveggja milli sviða. Auk þess var markmiðið að kanna hvort tengsl væru milli þjónandi forystu og starfsánægju þátttakenda. Lögð var spurningalistakönnun fyrir alla fastráðna starfsmenn fræðasviðanna. Meginhluti spurningalistans var mælitækið Servant Leadership Survey sem mælir vægi þjónandi forystu. Mælitækið er þáttaskipt og voru niðurstöður greindar eftir þáttum. Niðurstöður sýna að vægi þjónandi forystu er nokkuð hátt á fræðasviðum Háskóla Íslands, en töluvert svigrúm sé þó til að auka það. Sterkasti þátturinn var ráðsmennska, en að henni slepptri voru fyrirgefning, styrking og ábyrgð talsvert hærri en aðrir þættir. Hugrekki var lakasti þátturinn á fræðasviðunum. Starfsánægja var í heild dágóð. Engu að síður reyndist stór hluti starfsmanna fræðasviðanna óánægður í starfi. Jákvætt marktækt samband fannst milli þjónandi forystu og starfsánægju þegar allir þættir mælitækisins voru lagðir saman. Tveir einstakir þættir mælitækisins reyndust hafa marktæk tengsl við starfsánægju, þ.e. styrking og hugrekki. Í ljósi niðurstaðna var talið að ástæða væri til að auka veg þjónandi forystu, m.a. í þeim tilgangi að auka starfsánægju.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS stjórnun og stefnumótun Guðjón Ingi.pdf | 1,03 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |