is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10583

Titill: 
 • Gjaldeyrishöft og afnám þeirra
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Gjaldeyrishöft eru allar þær takmarkanir sem gerðar eru á flutningi fjármagns til og frá landinu. Þau geta takmarkað magn og verð eða verið eingöngu takmörk á fjármagnsflutninga. Einnig eru til óbein gjaldeyrishöft en þá er t.d. sett skattlagning á fjárstreymi milli landa.
  Ritgerð þessi hefur það meginmarkmið að fræða lesendur um hvað gjaldeyrishöft eru, sögu þeirra, tilgang, kosti og galla. Athuga hvort markmiðum gjaldeyrishafta sem sett voru á hér á landi sé náð. Einnig verður fjallað um afnám gjaldeyrishaftanna og skoða hvernig gengið getur breyst við afnám gjaldeyrishafta.
  Kostir gjaldeyrishafta er að þau geta viðhaldið gengisstöðugleika innlenda gjaldmiðilsins, tryggt meira sjálfstæði í peningastefnu, tryggt stöðugleika og byggt upp gjaldeyrisforða. Gallar gjaldeyrishafta er að þau geta truflað æskilegt fjármagn og viðskiptin verða minna eftirsóknaverð. Dýrt getur verið að koma í veg fyrir misnotkun en gjaldeyrishöft skila ekki árangri ef hægt er að komast fram hjá þeim.
  Segja má að gjaldeyrishöftin sem sett voru á Íslandi árið 2008 og gilda til árslok 2013 hafi skilað þeim árangri sem af þeim var ætlast því að gengi krónunnar hefur styrkst og er stöðug, verðbólgan hefur lækkað gríðarlega og gjaldeyrisforðinn er í sögulegu hámarki. En ekki er búið að losa höftin og getur margt af þessu breyst við afnám þeirra.
  Miklu máli skiptir hvernig losað er um höftin. Ótímabær aflétting hafta getur leitt til gengisóstöðugleika. Til að koma í veg fyrir það stendur Seðlabanki Íslands núna fyrir fjárfestingarleið þar sem bankinn kaupir erlendan gjaldeyri í skiptum fyrir krónur til innlendra langtíma fjárfestingar.
  Líklegast er að raungengið muni hækka á næstu árum en afnám gjaldeyrishafta getur leitt til þess að nafngengi krónunnar lækki tímabundið á meðan fjármagn sem höftin hafa bundið inn í landinu er að komast í hendur þolinmóðari fjárfesta.

Samþykkt: 
 • 13.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10583


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Gjaldeyrishöft og afnám þeirra-Valur Ísak.pdf616.36 kBLokaður til...13.01.2030HeildartextiPDF