is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10588

Titill: 
  • Markaðshneigð og markaðsleg færni lítilla, meðalstórra og stórra fyrirtækja
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fyrirtæki þurfa að búa yfir auðlindum en jafnframt hæfni til að nýta þær. Sú auðlind og sú hæfni sem tengist markaðsmálum fyrirtækja er markaðshneigð og markaðsleg færni. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að bein tengsl séu á milli markaðshneigðar og markaðslegrar færni og árangurs. Nýjustu rannsóknir benda þó til þess að tengsl markaðshneigðar og árangurs séu óbein í gegnum markaðslega færni.
    Lítil, meðalstór og stór fyrirtæki búa yfir mis miklum auðlindum og hæfni. Á meðan stór fyrirtæki, sem ráða að jafnaði yfir meira fjármagni en lítil og meðalstór fyrirtæki, geta átt auðveldara með að afla auðlinda og öðlast hæfni, er ýmislegt í þeirra skipulagi sem getur hamlað því að hámarks nýting náist úr auðlindum þeirra.
    Tilgangur þessarar rannsóknar er að komast að því hvort markaðshneigð hafi bein tengsl við árangur eða hvort tengslin séu óbein í gegnum markaðslega færni. Einnig að kanna hver séu víxlhrif (moderation effect) stærðar fyrirtækja við fylgni markaðshneigðar, markaðslegrar færni og árangurs.
    Gerð var megindleg rannsókn og var þýði hennar öll lítil, meðalstór og stór íslensk fyrirtæki. Spurningalisti var sendur á forstjóra og markaðstjóra fyrirtækjanna.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að fylgni milli markaðshneigðar og árangurs er óbein í gegnum markaðslega færni. Með öðrum orðum, til þess að markaðshneigð skili fyrirtæki árangri þarf það einnig að búa yfir markaðslegri færni. Víxlhrif stærðar fyrirtækjanna við fylgni markaðshneigðar, markaðslegrar færni og árangurs reyndist ekki tölfræðilega marktæk. Það þýðir að fylgni markaðshneigðar, markaðslegrar færni og árangurs er óháð stærð fyrirtækja.

Athugasemdir: 
  • Var lokud til 2014 en opnud skv. fyrirmaelum fra vidskiptafraedideild.
Samþykkt: 
  • 13.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10588


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ellert_Runars.pdf758.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna